Félagsaðild að Festu auðveldar fyrirtækjum að vinna með samfélagsábyrgð:

  • Aðild að samstarfsneti fyrirtækja sem vinna að samfélagsábyrgð á Íslandi.
  • Vinnustofur þar sem fyrirtækjum er leiðbeint við innleiðingu á alþjóðlega viðurkenndum aðferðum samfélagsábyrgðar.
  • Rafrænt fréttabréf Festu með nýjustu fréttum um þróun samfélagsábyrgðar.
  • Afsláttargjöld vegna funda og námskeiða á vegum Festu.
  • Leyfi til að setja merki Festu á heimasíðu fyrirtækisins og fyrirtækis getið á vef Festu.
  • Umfjöllun um þau verkefni sem fyrirtækið vinnur að á sviði samfélagsábyrgðar á heimasíðu og öðrum gögnum á vegum Festu.
  • Félagar í festu skrifa undir siðareglur þar sem lýst er yfir að unnið er að samfélagsábyrgð af heilindum.

Árlegt félagsgjald 

Verð
Fyrirtæki með yfir 200 starfsmenn 380.000 kr.
Fyrirtæki með 50 til 199 starfsmenn 200.000 kr.
Fyrirtæki með 10 til 49 starfsmenn og menntastofnanir 135.000 kr.
Fyrirtæki með 2 – 9 starfsmenn 80.000 kr.
Einyrkjar (& félagasamtök) 40.000 kr.

(apríl 2017)

 

Umsókn um aðild að Festu 

Fyrirtæki og rekstrareiningar sem hafa áhuga á samfélagsábyrgð geta gerst félagar í Festu. Félagar eru bundnir siðareglum Festu sem finna má www.csriceland.is.