Hefur þitt fyrirtæki sett sér loftslagsmarkmið?

Fyrirtæki geta dregið úr losun sinni á gróðurhúsalofttegundum (GHL) og takið þannig þátt í baráttunni við neikvæðar loftslagsbreytingar af mannavöldum. Aðgerðir fyrirtækja í loftslagsmálum skipta sköpum og án þeirra er ólíklegt að þjóðir heims geti staðið við Parísarsáttmálann eða að Ísland nái loforði sínu um að verða kolefnishlutlaust fyrir árið 2040.

Árið 2015 sýndi stór hópur íslenskra fyrirtækja markvert frumkvæði og skrifaði undir sameiginlega yfirlýsingu um aðgerðir í loftslagsmálum. Loftslagsyfirlýsing Festu og Reykjavíkurborgar var undirrituð í fyrsta skipti haustið 2015 í Höfða af æðstu yfirmönnum 104 íslenskra fyrirtækja og stofnanna. Síðan þá hafa Festa og Reykjavíkurborg stutt fyrirtækin til að vinna markvisst að loftslagmálum sínum. Afurðir þessa starfs er þekkingarsamfélag, sameiginleg aðferðafræði og Loftslagsmælir Festu (byggð á alþjóðlegum viðmiðum) sem fyrirtæki geta notað til að greina losun sína og setja sér markmið.

Festa hefur nýverið endurnýjað samstarfssamning við Reykjavíkurborg um stuðning og fræðslu til fyrirtækja um loftslagsmál. Einnig hefur Festa gert samstarfssamning við Akureyrarbæ um sambærilegt verkefni fyrir fyrirtæki á Akureyri. Í burðarliðnum er samstarf við Samtök Iðnaðarins um hvatningarverkefni í loftslagsmálum fyrir framleiðslufyrirtæki í landinu og Festa á í viðræðum við Umhverfisráðuneytið um að stofnanir ríkisins og ráðuneytin nýti sömu aðferðafræði til að minnka losun sína.

Öllum fyrirtækjum og stofnunum býðst að skrifa undir loftslagsyfirlýsinguna.

Skrá aðild að loftslagsyfirlýsingunni

Festa, í samstarfi við Reykjavíkurborg, mun bjóða þátttakendum uppá fræðslu og stuðning í formi hugmyndafunda, málstofa og vinnustofa þar sem sérfræðingar kynna fyrir fyrirtækjum loftslagsmál.

Yfirlýsing um loftslagsmál

Fyrirtækjum og stofnunum býðst að skrifa undir loftslagsyfirlýsinguna. Þar eru sett fram þrjú skýr og mælanleg markmið sem fyrirtækin vinna að.

Við undirrituð ætlum að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda og lágmarka neikvæð umhverfisáhrif með markvissum aðgerðum.

Þjóðir heims standa nú frammi fyrir afleiðingum loftslagsbreytinga. Sameinuðu þjóðirnar gegna forystuhlutverki í að greina vandann, takast á við hann og aðlagast breyttum aðstæðum.

Borgir og bæir ásamt fyrirtækjum af öllum stærðum, verða sífellt mikilvægari þegar kemur að því að draga úr útblæstri gróðurhúsalofttegunda og standast þau markmið sem sett hafa verið um losun þeirra.

Á Íslandi er helsta áskorunin mengandi samgöngur og losun úrgangs. Við ætlum að sýna samfélagslega ábyrgð í verki með því að:

1. Draga úr losun gróðurhúsalofttegunda

2. Minnka myndun úrgangs

3. Mæla árangurinn og gefa reglulega út upplýsingar um stöðu ofangreindra þátta.

Þann 16. nóvember 2015 undirrituðu forstjórar 104 fyrirtækja og stofnanna ofangreinda yfirlýsingu Festu og Reykjavíkurborgar um markmið í loftslagsmálum.  Það var stór áfangi og ánægjulegt að þátttakan var svona góð, enda vakti verkefnið athygli á alþjóðlegum vettvangi og var kynnt á Parísarráðstefnunni um loftslagsmál (COP21) í desember 2015.

Hér að neðan er listi yfir fyrirtæki sem skrifað hafa undir loftslagsyfirlýsinguna: 

    • Akureyrarbær
    • Alcoa Fjarðaál
    • Alta ráðgjafarfyrirtæki
    • Andrými ráðgjöf
    • Arion banki
    • ÁTVR
    • Bergur – Huginn ehf.
    • Blái herinn
    • Bláa Lónið
    • CCP
    • Deloitte ehf.
    • EFLA verkfræðistofa
    • Egilsson ehf.
    • Eimskipafélag Íslands hf.
    • Elding Hvalaskoðun Reykjavík ehf
    • Elkem Ísland
    • Faxaflóahafnir sf.
    • Félagsbústaðir hf.
    • Frumherji hf.
    • Gámaþjónustan hf.
    • Græn Framtíð ehf.
    • Hannesarholt ses.
    • Happdrætti Háskóla Íslands
    • Harpa tónlistar- og ráðstefnuhús
    • Háskóli Íslands
    • Háskólinn á Akureyri
    • Háskólinn í Reykjavík
    • HB Grandi
    • Heilbrigðisstofnun Austurlands
    • Hlaðbær-Colas hf.
    • HS Orka hf.
    • Húsasmiðjan ehf.
    • Höldur ehf. / Bílaleiga Akureyrar
    • Iceland Excursions Allrahanda ehf.
    • Icelandair Group
    • Innnes
    • Isavia ohf.
    • Sölufélag garðyrkjumanna
    • ISIGN
    • ISS Ísland ehf.
    • Ísfugl
    • Íslandsbanki
    • Íslandshótel hf.
    • Íslandsstofa
    • Íslenska Gámafélagið ehf.
    • Íslenskt Eldsneyti ehf.
    • Klappir grænar lausnir
    • Kosmos & Kaos
    • KPMG ehf.
    • Landbúnaðarháskóli Íslands
    • Landsbankinn hf.
    • Landsnet
    • Landspítalinn
    • Landsvirkjun
    • Lín Design / Framsýnt fólk
    • Lyfja hf.
    • Malbikunarstöðin Höfði hf.
    • Mannvit
    • Marel hf.
    • Marorka
    • Matís
    • Miklatorg hf. / IKEA
    • Míla ehf.
    • N1 hf.
    • Nasdaq Iceland
    • Neyðarlínan ohf.
    • Norðurál
    • Norðurorka hf.
    • Norðursigling hf.
    • Novomatic Lottery Solutions
    • Nýherji
    • Nýsköpunarmiðstöð Íslands
    • Oddi prentun og umbúðir ehf.
    • OKKAR líftrygginar hf.
    • Olíudreifing ehf.
    • Rio tinto alcan
    • Olíuverzlun Íslands hf.
    • ON / Orka Náttúrunnar
    • Orkuveita Reykjavíkur
    • Pipar / TBWA
    • Pizza Pizza ehf. / Domino’s
    • Podium ehf.
    • PriceWaterhouseCoopers
    • Reitir fasteignafélag hf.
    • Reykjagarður hf.
    • Reykjavík Excursions – Kynnisferðir
    • Reykjavíkurborg
    • Roadmap ehf.
    • Sagafilm
    • Samgöngustofa
    • Samhentir Kassagerð hf.
    • Samkaup
    • Samskip hf.
    • Securitas hf.
    • SÍBS
    • Síminn hf.
    • Sjóvá-Almennar tryggingar hf.
    • Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins bs.
    • SORPA bs.
    • Stracta Hótel
    • Strætó bs.
    • Tandur hf.
    • Tryggingamiðstöðin hf.
    • Valitor hf.
    • Vátryggingafélag Íslands
    • Verkís hf.
    • Vífilfell
    • Vodafone / Fjarskipti hf.
    • Vörður tryggingar hf.
    • Wow air
    • Ölgerðin Egill Skallagrímsson
    • Össur hf.
    • 1912 ehf.

Til að auðvelda fyrirtækjum að halda utan um losun sína á gróðurhúsalofttegundum má nota Loftslagsmælir Festu (sjá hlekk hér). Þar eru samræmd viðmið og sniðmát sem hópur sérfræðinga á vegum Festu hefur sett saman til að auðvelda mælingar og markmiðasetningu um losun gróðurhúsalofttegunda.
– Loftslagsviðmið (hlekkur á glærur)
– Loftslagsmælir Festu (hlekkur)
Skýrsla um stöðu loftslagsmarkmiðanna 2017 (hlekkur á skýrslu)

Loftslagsviðmið

Nauðsynlegt er að epli séu epli í loftslagsmálum. Því notum við sömu viðmið við losun GHL og úrgangs svo hægt væri að bera árangur fyrirtækjanna saman og fá heildaryfirsýn. Stuðst er við alþjóðleg viðmið á þessu sviði svo íslensk fyrirtæki geti borið sig saman sín á milli og við fyrirtæki um allan heim.

Loftslagsmælir Festu

Loftslagsmælir Festu gerir mælingar og markmiðasetningu um losun GHL og úrgangs auðveldari. Þar koma fram leiðbeiningar, reiknivélar, stuðlar og innsláttarreitir. Loftslagsmælir Festu er upplagður til að fyrirtækin geti haldið utan um vinnu sína á þessu sviði.

Staða loftslagsmála

Festa gerði rannsókn á stöðu loftslagsmarkmið fyrirtækja og birti yfirlit yfir hvað hvert fyrirtæki er að gera á því sviði.

Fræðsludagskrá um loftslagsmarkmið

Fyrirtækjum sem vilja setja sér loftslagsmarkmið býðst nú að bætast í hópinn.

Skrá aðild að loftslagsyfirlýsingunni

Festa skipuleggur fræðslu um loftslagsmál með samstarfsaðilum sínum
Fræðslan miðaði að því að auðvelda fyrirtækjunum að setja sér markmið um minni losun gróðurhúsalofttegunda og minni sorpmyndum í rekstri.  Frá desember 2015 hefur fræðslan farið fram í samstarfi við Reykjavíkurborg. Upplýsingar um viðburðina framundan er að finna á viðburðasíðu Festu.

Hugmyndafundir
Mánaðarlegir fundir þar sem ábyrgðaraðilar loftslagsmála í hverju fyrirtæki koma saman, deila þekkingu og læra. Hagnýtir fundir sem styðja framkvæmdina í hverju fyrirtæki. Fyrirtæki skiptast á að bjóða heim.

Vinnustofur
Vinnustofur eru stutt námskeið þar sem þátttakendur eru virkjaðir með hagnýtum framsögum, verkefnum og þátttöku. Þátttakendur öðlast þannig þekkingu, leikni og hæfni til að setja markmið um minni losun gróðurhúsalofttegunda og minna sorp hjá sínum fyrirtæki.

Málþing
Skipulagðar eru málstofur þar sem sérfræðingar ræða loftslagsmál og deila hagnýtri þekkingu á þessu sviði. Einnig eru þar kynningar á nýjustu þekkingu og þróun á sviði loftslagsmála.

Upplýsingar um viðburðina framundan er að finna á viðburðadagskránni á vef Festu.

Hér er listi yfir þá viðburði sem haldnir hafa verið hingað til:

08.06.18 – Hvernig binda fyrirtæki gróðurhúsalofttegundir?
Fræðslufundur hjá Orkuveitu Reykjavíkur þar sem kynntar voru þrjár þekktar leiðir til að binda CO2: trjárækt, landgræðsla og endurheimt votlendis
– Endurheimt votlendis. Eyþór Eðvarðsson, Votlendissjóðnum [glærur: Votlendissjóðurinn]
– Hvernig getur landgræðsla bundið GHL? Kristín Svavarsdóttir, Landgræðslu ríkisins [glærur: Landgræðsla]
– Binding með trjárækt, Reynir Kristinsson, Kolviði [glærur: Kolviður trjárækt]
Fundarstjóri: Hrönn Hrafnsdóttir, Reykjavíkurborg

22.03.18 – Vinnustofa um loftslagsmarkmið
Kynntar voru gagnlegar aðferðir til að setja loftslagsmarkmið fyrir fyrirtæki. Notast var við raundæmi. Vinnustofan hentar öllum fyrirtækjum og stofnunum, sem vilja setja sér markmið í loftslagsmálum. Haldin í Háskólanum í Reykjavík.
–  Hugtök og aðferðir fyrir loftslagsmarkmið. Dr. Snjólaug Ólafsdóttir, Andrými
– Dæmi um loftslagsmarkmið fyrirtækis. Sigurpáll Ingibergsson, ÁTVR
Fundarstjóri: Ketill Berg Magnússon, Festu

08.12.17 – Nýjungar í loftslagsmálum – Loftslagsfundur Reykjavíkurborgar og Festu
Harpa – Kaldalón. Dagskrá fyrri hluta frá kl. 8.30-10.00:
– Ávarp ráðherra, Guðmundur Ingi Guðbrandsson, umhverfis- og auðlindaráðherra
– Loftslagsmál og Reykjavík – Dagur B. Eggertsson, borgarstjóri
– Loftslagsmarkmið fyrirtækja – Fanney Karlsdóttir, formaður Festu
– Efst á baugi í loftslagsmálum á COP23 – Ólöf Örvarsdóttir, sviðsstjóri hjá Reykjavíkurborg
– Skuldbindingar Íslands í loftslagsmálum – Stefán Einarsson, sérfræðingur umhvefisráðuneytinu
– Klappir bjóða veflausn um loftslagsmál – Jón Ágúst Þorsteinsson, Klappir grænar lausnir
Fundarstjóri: Ketill Berg Magnússon, Festu

kl. 10-12 Samræðutorg um loftslagsmál – örfyrirlestrar og kynningar fyrirtækja og félagasamtaka

I. Örfyrirlestrar frá fyrirtækjum
Klappir grænar lausnir,  Isavia,  Circular Solutions, Vistbyggðarráð,  Skógræktin,  Landsvirkjun, Podium,  Landsnet,  Endurheimt votlendis, Landvernd, Kolviður, Efla, Landbúnaðarháskóli Íslands, Mannvit, Verkís

II Kynningarbásar frá fyrirtækjum og þjónustuaðilum
Klappir grænar lausnir,  Festa, Ígildi, Circular Solutions, Nastaq, Náttúruverndarsamtök Íslands, Landvernd, Efla, Fuglavernd, eykjavíkurborg

18.09.17 – Samgönguáætlanir fyrirtækja
Í tilefni samgönguviku og samgönguviðurkenningar Reykjavíkurborgar efndu Festa og Reykjavíkurborg til fundar um samgönguáætlanir fyrirtækja. Samgöngur skapa stóran hlutann af losun gróðurhúsalofttegunda fyrirtækja auk þess sem jarðefnaeldsneyti er kostnaðarsamt. Mörg fyrirtæki hafa sett sér samgönguáætlanir sem hafa það markmið að koma betra skipulagi á samöngur, bæði í þær sem tengjast rekstrinum beint og eins samgöngur starfsfólks til og frá vinnu, gjarnan með sérstökum samgöngusamningum við starfsfólk.
– Samgöngur framtíðarinnar – Hugmyndafræði borgarlínunnar. Þorsteinn R. Hermannsson, samgöngustjóri Reykjavíkurborgar
– Samgöngumál hjá Advania, Ægir Már Þórisson, forstjóri Advania á Íslandi og handhafi samgönguverðlaunanna 2016
– Samgöngumál hjá Landspítalanum, Hulda Steingrímsdóttir, umhverfisstjóri Landsspítalans
– Ahending Samgönguverðlauna Reykjavíkurborgar, Dagur B. Eggertsson, borgarstjóri
Fundarstjóri: Helga Björg Ragnarsdóttir, Reykjavíkurborg

12.09.17 – Vinnustofa um loftslagsmarkmið
Kynntar voru gagnlegar aðferðir til að setja loftslagsmarkmið fyrir fyrirtæki. Notast var við raundæmi. Vinnustofan hentar öllum fyrirtækjum og stofnunum, sem vilja setja sér markmið í loftslagsmálum. Haldin í Háskólanum í Reykjavík.
–  Hugtök og aðferðir fyrir loftslagsmarkmið. Dr. Snjólaug Ólafsdóttir, Andrými
– Dæmi um loftslagsmarkmið fyrirtækis. Sigurpáll Ingibergsson, ÁTVR
Fundarstjóri: Ketill Berg Magnússon, Festu

18.05.17 – Pökkum þessu inn fyrir umhverfið
Fræðslufundur um umbúðir og umhverfismál haldinn í Háskólanum í Reykjavík
– Hvernig passa umbúðirnar inn í umhverfismálin? Snjólaug Ólafsdóttir, umhverfisverkfræðingur hjá Andrými
– Consumer trends and good packaging. Erik Lindroth, umhverfisstjóri Tetra Pak í Norður Evrópu
– Flokkun í Krónunni. Oddný Anna Björnsdóttir, verkefnastjóri í umhverfis-, samfélags- og lýðheilsumálum hjá Krónunni
Fundarstjóri: Ketill Berg Magnússon, framkvæmdarstjóri Festu

02.12.16 – Loftslagsfundur Reykjavíkurborgar og Festu 
Á fundinum var farið yfir helstu atriði og nýjungar frá loftslagsfundi S.Þ. í Marokkó í nóvember 2016, borgarstjóri kynnir áform borgarinnar í loftslagsmálum, Festa fór yfir áframhaldandi stuðning við fyrirtækin og sagðar voru reynslusögur af loftslagsverkefnum.
– Brynhildur Davíðsdóttir, prófessor í umhverfis- og auðlindafræðum við HÍ,
– Dagur B. Eggertsson, borgarstjóri
– Finnur Sveinsson, formaður stjórnar Festu
Fundartstjóri: Ólöf Örvarsdóttir, sviðsstjóri umhverfis- og skipulagssviðs Reykjavíkurborgar.

07.09.16 – Málþing: Loftslagsmarkmið fyrirtækja – Harpa tónlistarhús
Þátttakendur:
– Dagur B. Eggertsson, borgarstjóri
– Svavar Svavarsson – HB Granda
– Erla Jóna Einarsdóttir, Ölgerðinni
– Sunna Hrönn Sigmarsdóttir, Hörpu
– Marta Rós Karlsdóttir, ON
– Erna Eiríksdóttir, Eimskip
– Hulda Steingrímsdóttir, Landspítalnum
– Hrönn Hrafnsdóttir, Reykjavíkurborg
– Hólmfríður Sigðurðardóttir, Orkuveita Reykavíkur
– Bergþóra Hlíðkvist Skúladóttir, Össur
– Sigrún Ósk Sigurðardóttir, ÁTVR
– Ragnheiður Ólafsdóttir, Landsvirkjun
Fundarstjóri: Ketill Berg Magnússon, framkvæmdastjóri Festu.

22.06.16 – Hugmyndafundur í Háskólanum í Reykjavík
Kynning á mælitæki fyrir loftslagsmarkmið (Loftslagsmælir Festu). Framsögur:
– Snjólaug Ólafsdóttir, Andrými
– Ketill Berg Magnússon, Festu

14.06.16 – Hugmyndafundur hjá Verkís
– Elín Vignisdóttir, Verkís
– Jón Ágúst Þorsteinsson, KGS

31.05.16 – Málþing: Um markmið í loftslagsmálum – Orkuveita Reykjavíkur
– Brynhildur Davíðsdóttir, prófessor í umhverfis- og auðlindafræðum við Háskóla Íslands
– Philippe O’Quin, sendiherra frakklands á Íslandi

24.05.16 – Hugmyndafundur hjá Isavia
– Hrönn Ingólfsdóttir, Isavia
– Jón Ágúst Þorsteinsson, KGS

18.05.16 – Vinnustofa: Aðgerðaáætlanir í loftslagsmálum- Reykjavíkurborg, Borgartún
Farið yfir verklag við loftslagsmarkmið. Kynningar fyrirtækjum:
– Randver Fleckenstein, Loftslagsmarkmið Valitor
– Stefán Stefánsson, Loftslagsmarkmið Eimskip

14.04.16 – Hugmyndafundur hjá Securitas
– Hlíf Böðvarsdóttir, Securitas
– Elva Rakel Jónsdóttir, Umhverfisstofnun

08.03.16 – Hugmundafundur hjá Eflu – verkfræðistofu
– Guðmundur Þorbjörnsson, framkvæmdastjóri EFLU
– Helga J. Bjarnadóttir, sviðsstjóri Umhverfissviðs
– Eva Yngvadóttir, verkefnisstjóri, Umhverfissviði
– Bergþóra Kristinsdóttir, fagstjóri Umferð og Skipulag

24.02.16 – Hugmyndafundur hjá ON Orku Náttúrunnar
Sérfræðingahópur kynnti tillögur að samræmdum vinnubrögðum. Framsögur:
– Marta Ósk Einarsdóttir, frá ON
– Hólmfríður Sigurðardóttir, OR
– Birna Sigrún Hallsdóttir, Environice

18.02.16 – Málstofa: Að binda loft og losa minna – Norræna húsið
– Framræsing lands, endurheimta votlendis og binding gróðurhúsalofttegunda, Hlynur Óskarsson, deildarstjóri umhverfisdeildar Landbúnaðarháskóla Íslands –
– Að auka náttúruauð með því að bæta röskuð vistkerfi, Þórunn Pétursdóttir, sérfræðingur á þróunarsviði Landgræðslu Ríkisins
– Kolefnisjöfnun með skógrækt og gróðursetningu, Bjarni Diðrik Sigurðsson, prófessor við Landbúnaðarháskóla Íslands
– Kolefnishlutleysi með kolefnisjöfnun, Reynir Kristinsson, formaður stjórnar Kolviðar
Fundarstjóri: Þórhildur Ósk Halldórsdóttir, deildarstóri tölfræði og greiningar hjá Reykjavíkurborg.

19.01.16 – Hugmyndafundur hjá Reykjavíkurborg
Kynning á umhverfisstarfi Reykjavíkurborgar:
– Hrönn Hrafnsdóttir, Reykjavíkurborg

12.01.16 Vinnustofa: Grunnatriði um loftslagsmál, Háskólinn í Reykjavík
– Um loftslagsmál – Halldór Björnsson, hópstjóri veðurs- og loftslagsbreytinga hjá Veðurstofunni
– Loftslagsmál og fyrirtæki, Hrönn Hrafnsdóttir, verkefnastjóri Grænna skrefa hjá Reykjavíkurborg

02.12.15 – Kynningarfundur hjá ÁTVR
Kynninfarfundur þar sem farið var yfir dagskrána og markmiðin. Framsögur:
– Sigrún Ósk Sigurðardóttir og Sigurpáli Ingibergsson, ÁTVR
– Ketill Berg Magnússon, Festu

Umsjón fræðsluverkefnis
Ketill Berg Magnússon, framkvæmdastjóri Festu

Samstarfsaðilar
Hrönn Hrafnsdóttir, verkefnastjóri Grænna skrefa hjá Reykjavíkurborg,

Glærur frá viðburðum

[/paragraph] [/container]

Staða loftslagsmarkmiða fyrirtækja – September 2017

Árið 2017 var tekin saman skýrsla um stöðu loftslagsmarkmiða fyrirtækjanna sem í nóvember 2015 skrifuðu undir loftslagsyfirlýsingu Festu og Reykjavíkurborgar. Skýrslan er afar fróðleg og sýnir hvernig fyrirtæki eru að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda og úrgangs. Festa_Skýrsla_Final.

Fyrirtækin nefna ýmis hagnýt dæmi um aðgerðir og markmið. Í einhverjum tilfellum hefur strax orðið fjárhags- og samfélagslegur ávinningur af aðgerðnum, en víða er of snemmt að segja til um það. Berlega kemur í ljóst að það getur verið tímafrekt og nokkuð flókið að setja mælanleg markmið um loftslagsmál fyrirtækja. Fyrirtækin eru þó viss um ágæti loftslagsmarkmiðanna, en 98% svarendanna hafa trú á verkefninu fyrir fyrirtækið og samfélagið.

Skýrslan um loftslagsmarkmiðin sýnir stöðuna hjá þeim fyrirtækjum sem svöruðu könnuninni vorið 2017. Í þessari töflu er fyrirtækjum boðið að setja inn uppfæran hlekk á loftslagsmarkmið sín.

Fyrirtæki Tók þátt í könnun Hefur birt markmið Birt niðurstöður Aðgerðir til að daga úr beinni losun Aðgerðir til að daga úr óbeinni losun Aðgerðir til að draga úr úrgangi Markmið / niðurstöður birtar:
250+
Alcoa Fjarðaál x Nei  Hlekkur
Arion banki
ÁTVR x  Hlekkur
Bláa Lónið x
 Í vinnslu
EFLA Verkfræðistofa x  Hlekkur
Eimskip x  Hlekkur
Háskóli Íslands
Háskólinn í Reykjavík
Heilbrigðisstofnun Austurlands
HB GRANDI x  Hlekkur
Húsasmiðjan x Nei Nei
Icelandair Group x Nei svaraði ekki
Isavia ohf x  Hlekkur
ISS Ísland ehf
Íslandsbanki
Íslandshótel hf
Íslenska Gámafélagið ehf
KPMG ehf.
Landsbankinn hf x Nei  Hlekkur
Landspítali x  Hlekkur
Landsvirkjun x Svaraði ekki Svaraði ekki  Hlekkur
Lyfja hf
Marel hf.
Marorka
N1 hf. x  Hlekkur
Norðurál
Nýherji hf.
Olíuverzlun Íslands hf
Orkuveita Reykjavíkur x  Hlekkur
Pizza Pizza ehf / Domino´s
Reykjavíkurborg x Nei  Hlekkur
Samkaup hf.
Samskip x Svaraði ekki Svaraði ekki
Securitas hf x Nei Nei
Síminn x Nei Nei
Strætó bs
Verkís x  Hlekkur
Vodafone x Nei  Hlekkur
Wow air
Ölgerðin Egill Skallagrímsson  Hlekkur
Össur x  Hlekkur
50-250
1912 ehf x Nei Nei Nei
Coca Cola
Deloitte ehf. x Nei Nei Nei
Egilsson x Nei Svaraði ekki Annað
Elkem Ísland x Nei  Hlekkur
Faxaflóahafnir sf. x Nei  Hlekkur
Frumherji hf
Gámaþjónustan hf.
Gray Line Iceland x Nei Nei
Háskólinn á Akureyri x Nei Nei Nei
HS Orka x Nei Nei  Hlekkur
Höldur ehf – Bílaleiga Akureyrar x Nei Nei
Innnes
Ísfugl
Landsnet x  Hlekkur
Malbikunarstöðin Hlaðbær Colas x Nei Nei Annað
Matís
Miklatorg/IKEA x Nei Nei Nei
Míla ehf. x Nei Nei Nei Nei
Norðurorka x Nei
 Kynnt 31.3.2017
NOVOMATIC Lottery Solutions x Nei Nei
Nýsköpunarmiðstöð Íslands
Oddi Prentun og Umbúðir x Nei Nei
OKKAR líftryggingar hf
Olíudreifing ehf
ON – Orka náttúrunnar
PricewaterhouseCoopers
Reykjagarður hf x Nei Nei Nei
Reykjavik Excursions – Kynnisferðir
Samgöngustofa x Nei Nei Svaraði ekki Svaraði ekki Svaraði ekki
Sjóvá-Almennar tryggingar hf. x  Hlekkur
Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins bs. x Nei Nei
SORPA bs
Tryggingamiðstöðin hf. x
Valitor hf. x  Hlekkur
Vátryggingafélag Íslands
Vörður tryggingar hf. x Nei Nei  Hlekkur
3 til 50
Alta ehf x Nei  Hlekkur
ARK Technology
Bergur-Huginn ehf. x Nei Svaraði ekki
Félagsbústaðir hf
Græn Framtíð ehf
Hlaðbær-Colas hf
Happdrætti Háskóla Íslands x Nei Nei Nei
Harpa tónlistar- og ráðstefnuhúsið í Reykjavík
Íslandsstofa
Íslenskt Eldsneyti ehf
Kosmos & Kaos
Landbúnaðarháskóli Íslands
Lín Design (Framsýnt fólk)
Nasdaq Iceland x Nei Nei Nei
Neyðarlínan ohf. x Nei
Pipar/TBWA
Reitir fasteignafélag x Nei Svara ekki
Sagafilm
Samhentir Kassagerð hf
Stracta
Tandur hf.
1-3 starfsm
Blái herinn x Nei Nei
Hannesarholt ses
ISIGN Ísland (SmartWorks ehf.) x Nei Nei
Podium ehf.
SÍBS