Fólkið

Festa, miðstöð um samfélagsábyrgð var stofnuð í október 2011. Markmið með stofnun miðstöðvarinnar er að auka þekkingu á samfélagslegri ábyrgð fyrirtækja og efla getu fyrirtækja til að tileinka sér samfélagslega ábyrga starfshætti. Festa er félag fyrirtækja og stofnanna sem er óháð og ekki rekið í hagnaðarskyni. Sjá nánar um Festu og samfélagábyrgð á forsíðu.

Hrönn Ingólfsdóttir

Hrönn er forstöðumaður verkefnastofu hjá yfirstjórn Isavia sem heldur meðal annars utan um samfélagslega ábyrgð fyrirtækisins. Hrönn er MA í auglýsingafræði, MSc í aðferðafræði félagsvísinda og MBA. Hún hefur auk þess lokið diploma sem viðurkenndur stjórnarmaður.

Tómas Njáll Möller

Tómas Njáll Möller er yfirlögfræðingur Lífeyrissjóðs verzlunarmanna.

Erna Eiríksdóttir

Erna er sjálfstætt starfandi og hefur langa reynslu sem stjórnandi, lengst af sem forstöðumaður hjá Eimskip og með setu í stjórnum fyrirtækja. Hún er viðskiptafræðingur, með MBA gráðu og löggildingarpróf í verðbréfaviðskiptum.

Hrefna Sigríður Briem

Hrefna Sigríður Briem er forstöðumaður BS náms í viðskiptafræði og hagfræði við Háskólann í Reykjavík.

Jóhanna Harpa Árnadóttir

Jóhanna Harpa Árnadóttir

Jóhanna Harpa er verkefnisstjóri samfélagsábyrgðar hjá Landsvirkjun, auk þess að vera stundarkennari í sjálfbærni við Tækni- og verkfræðideild Háskólans í Reykjavík.

Sæmundur Sæmundsson

Sæmundur er forstjóri Borgunar og hefur langa reynslu sem stjórnandi, meðal annars sem forstjóri Teris og framkvæmdastjóri hjá Sjóvá. Sæmundur er tölvunarfræðingur að mennt frá University of Texas.

Berglind Sigmarsdóttir

Berglind er í doktorsnámi í viðskiptafræði, rannsóknin snýr að samfélagsábyrgð fyrirtækja og Heimsmarkmiðum SÞ. Berglind er alþjóðaviðskiptafræðingur og með MPA. Hún hefur einnig lokið PMD stjórnendanámi sem og námslínu um ábyrgð stjórnarmanna.

Gestur Pétursson

Gestur er forstjóri Elkem Ísland og situr einnig í stjórnum fyrirtækja á alþjóðlegum vettvangi. Öll nýsköpun, vöruþróun, mannauðsmál og stjórnun samfélagsábyrgðar hjá Elkem tekur mið af alþjóðlegri meginleitni (e. megatrends) og framtíðarþörfum sem skapast vegna þeirrar þróunar á þeim mörkuðum sem félagið starfar á. Gestur er með meistaragráðu í verkfræði

Erla Tryggvadóttir

Erla Tryggvadóttir er með meistaragráðu (MSc.) í alþjóðaviðskiptum og markaðsfræði frá Háskólanum í Reykjavík og stundar nú MBA nám við sama skóla. Erla er jafnframt með BA-gráðu í stjórnmálafræði frá Háskóla Íslands. Erla hefur mikla reynslu úr auglýsingageiranum og fjölmiðlum, en hún hefur meðal annars starfað sem viðskiptastjóri hjá auglýsingastofunni Brandenburg

Hrund Gunnsteinsdóttir

Hrund Gunnsteinsdóttir er framkvæmdastjóri Festu. Hún hefur víðtæka ráðgjafa- og stjórnunarreynslu — bæði á Íslandi og á alþjóðlegum vettvangi, hefur setið í fjölmörgum stjórnum og sérfræðingahópum og er stjórnarformaður Tækniþróunarsjóðs. Hrund hefur starfað sem stjórnandi, ráðgjafi og opinber starfsmaður Sameinuðu þjóðanna og situr í sérfræðingaráði Alþjóðaefnahagsráðsins (e. World Economic Forum)