Hagnýt tól fyrir ábyrga ferðaþjónustu

Vinnustofa um markmiðasetningu fyrir ábyrga ferðaþjónustu 15. júní 2017

Undanfarið hafa nemar í MPM námi við Háskólann í Reykjavík þróað gagnleg tól og tæki fyrir ábyrga ferðaþjónustu sem auðveldar litlum og meðalstórum fyrirtækjum að setja sér skýr markmið um alla fjóra þætti ábyrgrar ferðaþjónustu. Á þessari vinnustofu fáum við leiðbeiningar um hverng nota megi greiningartól og markmiðasniðmát. Notast verður við raundæmi og hagnýt verkefni til að styðja við stjórnendur fyrirtækja í þeirri vinnu. Vinnustofan hentar öllum ferðaþjónustufyrirtækjum, en sérstaklega litlum og meðalstjórum fyrirtækjum sem þurfa einfaldar og skýrar lausnir.

Hvenær:         15. júní 2017 kl. 9.00-12.00
Hvar:               Háskólinn í Reykjavík, M216
Fyrir hverja:   Fyrirtæki sem skráð eru í fræðsludagskrá fyrir Ábyrga ferðaþjónustu

Markmið vinnustofu:
– Kynna gagnleg tól og tæki fyrir Ábyrga ferðaþjónustu
– Sýna raunveruleg dæmi um hvernig setja megi fram markmið um ábyrga ferðaþjónustu
– Að þátttakendur fái þjálfun í að nýta tólin í verkfærakistunni

Dagkskrá 9.00-12.00

Kynning á gagnlegum tólum fyrir Ábyrga ferðaþjónustu
Nemendur í MPM námi við HR

Raundæmi frá íslenskum ferðaþjónustufyrirtækjum
Rannveig Grétarsdóttir, Eldingu
Díana Mjöll Sveinsdóttir, Tanni Travel

Hagnýt verkefni og stuðningur við markmiðasetningu
Leiðbeinendur og fundarstjórar

12.00-13.00 Hádegisverður og tengslamyndun 

Leiðbeinendur og fundarstjórar: Ketill Berg Magnússon, Festu og  Ásta Kristín Sigurjónsdóttir, Ferðaklasanum

Skráning á vinnustofuna hér

Staðsetning

  • Háskólinn í Reykjavík
  • Salur M216

Fyrir hverja

  • Þátttakendur í fræðsludagskrá um Ábyrga ferðaþjónustu