Fræðsludagskrá um ábyrga ferðaþjónustu

Til að styðja við fyrirtæki sem skrifa undir yfirlýsingu um ábyrga ferðaþjónustu, bjóða Festa – miðstöð um samfélagsábyrgð og Íslenski ferðaklasinn uppá fræðsludagskrá . Um er að ræða hagnýta fræðsluviðburði þar sem áherslan er á að auðvelda fyrirtækjum að setja sér markviss og mælanleg markmið í samræmi við ábyrga ferðaþjónustu.

Markmið
Með fræðsludagskránni býðst fyrirtækjum á aðgengilegan máta þjálfun til að setja sér markmið um sjálfbærni og samfélagsábyrgð í samræmi við verkefnið Ábyrg ferðaþjónusta..

Lýsing
Fræðsludagskráin felst í opnum málstofum og vinnustofum, fyrirlestrum og hugmyndafundum. Að minnsta kosti helmingur fræðsluviðburðanna verða í fjarfundarformi svo fyrirtæki geti tekið þátt óháð staðsetningu.

 

Bættu næstu fræðsluviðburðum í dagatalið:

19. okt í Hörpu – Málþing á Arctic Circle um ábyrga ferðaþjónustu í norðri
7. nóv í Rvk – Morgunfundur um ný viðskiptatækifæri í sjálfbærri ferðaþjónustu
6. des í Rvk – Dagur Ábyrgrar ferðaþjónustu


Málþing um áhrif skemmtiferðaskipa á nærsamfélagið

7. september, 14.15-16.15, Lýsu – lýðræðishátíð í Hofi – menningarhúsi, Akureyri

Markmið málþings:
– Kynna ólík sjónarmið um komu skemmtiferðaskipa til Íslands
– Draga fram kosti komu skemmtiferðaskipa fyrir samfélög um allt land
– Greina helstu áskoranir við komur skemmtiferðaskipa
– Ræða mögulegar lausnir á helstu áskorunum

Dagkskrá 14.15-16.00

Inngangur: Ábyrg ferðaþjónusta [Glærur: Ketill_Skemmtiferðaskip_7-9-18]
Ketill Berg Magnússon, Festu

Skipin koma – hvað svo? [Glærur: Þórný_Skemmtiferðaskip_7-9-18]
Þórný Barðadóttir, sérfræðingur á Rannsóknamiðstöð ferðamála

Það koma 100 skip í sumar [Glærur: Daníel_Skemmtiferðaskip_7-9-18]
Daníel Jakobsson, formaður bæjarráðs Ísafirði

Orkuskipti skemmtiferðaskipa [Glærur: Gnýr_Skemmtiferðaskip_7-9-18]
Gnýr Guðmundsson, sérfræðingur Landsneti

Hvað græðum við á skemmtiferðaskipum? [Glærur: Anita_Skemmtiferðaskip_7-9-18]
Aníta Elefsen, safnstjóri Síldarminjasafnsins á Siglufirði


Ábyrg markaðssetning í ferðaþjónustu – Fer alltaf saman hljóð og mynd?
13. september kl. 8.30-10.00 á Grand Hóteli

Ábyrg markaðssetning friðlýstra svæða
Hákon Ásgeirsson, verkefnisstjóri friðlýstra svæða á Suðurlandi, Umhverfisstofnun

Nakinn á ystu nöf – Birting á ábyrgu myndefni
Sveinn Waage, verkefnisstjóri, ferðaþjónusta og skapandi greinar, Íslandsstofa

Góðir viðskiptahættir í ferðaþjónustu
Daði Ólafsson, sviðsstjóri neytendaréttarsviðs, Neytendastofa

Ekki lofa upp í ermina á þér
Rannveig Grétarsdóttir, framkvæmdastjóri, Elding

Fundarstjóri: Ásta Kristín Sigurjónsdóttir, Ferðaklasinn


Áhrif á nærsamfélagið – Hagnýt vinnustofa fyrir ferðaþjónustufyrirtæki
8. september kl. 9.00-11.00 í Hofi á Akureyri – Fjarvinnustofa og staðarfundur 
Þema vinnustofu er „Höfum jákvæð áhrif á nærsamfélagið”. Þátttakendur fá hagnýt ráðu til að meta og auka jákvæð áhrif á nærsamfélag ferðaþjónustufyrirtækja sinna.

Markmið vinnustofu

  • Veita þátttakendum hagnýt tól til að greina hagræn, umhverfisleg og félagsleg áhrif þeirra á nærsamfélagið
  • Aukin þekking nærsamfélags á atvinnustarfsemi á svæðinu
  • Jákvæðari upplifun heimamanna
  • Útbúa skapalón / stakeholder map fyrir fyrirtækin   til að kortleggja skörun og upplýsingamiðlun
  • Stakeholder mapping

Dagskrá frá kl 9.00 – 11.00
– Elías Bj. Gíslason, Ferðamálastofa – Ávarp [Ábyrg ferðaþjónusta_Ferðamálastofa]
– Arnheiður Jóhannsdóttir, Markaðsstofa Norðurlands – Okkar auðlind
– Sigurður Líndal Þórisson, Selasetrið á Hvammstanga – Í sambandi við nærsamfélagið [Selasetur Íslands– Glærur]
– Ásta Kristín Sigurjónsdóttir – Hagnýt tól til að greina áhrif ferðaþjónustu á samfélagið
– Prufukeyrsla – Hagnýt tól og tæki [Greiningartól_Áhrif á nærsamfélag – Excel skjal]


 

Áhrif á nærsamfélagið – Opin málstofa
8. september kl. 14.30-16.00 í Hofi á Akureyri 

Mikil umræða er á Íslandi um hvaða áhrif aukinn fjöldi ferðamanna hefur á mannlíf og menningu í landinu. Íbúar í stórum og smáum byggðum njóta aukinnar ferðaþjónustu, en um leið finna þeir fyrir auknum ágangi og álagi sem ferðamannastraumurinn hefur á innviðina. Hvatningarverkefnið Ábyrg ferðaþjónusta verður með vinnustofu og opið málþing um áhrif ferðaþjónustu á nærsamfélagið á Fundi fólksins í Hofi á Akureyri þann 8. september.

Markmið málþings
– Skerpa á því að áhrif ferðaþjónustufyrirtækja á nærsamfélagið eru efnahagsleg, umhverfisleg og félagsleg
– Brúarsmíði milli atvinnugreinarinnar og samfélagsins
– Ýta á að umræðan sé evidence based / byggð á rannsóknum og tölulegum gögnum

Dagskrá
– Unnur Valborg Hilmarsdóttir, formaður ferðamálaráðs – Ávarp
– Guðrún Þóra Gunnarsdóttir, forstöðumaður Rannsóknarmiðstöðvar ferðamála – “Frá sjónarhóli íbúa”
– Haraldur Ingi Birgisson, Deloitte – Bein áhrif ferðamanna á ríki og sveitarfélgög
– Róbert Guðfinnsson, fjárfestir á Siglufirði – Ábyrgur kapítalismi
– Matthías Rögnvaldsson, forseti bæjarstjórnar Akureyrar – Samantekt


Kynningarfundur 16.12.2016 – Grand Hótel Reykjavík
Vel var mætt á kynningarfund um „Ábyrga Ferðaþjónustu“ sem haldinn var á Grand Hótel Reykjavík – í glæsilegum endurbættum sal þeirra Hvammi.
– Kynning á verkefninu: Ketill Berg Magnússon (sjá glærur hér)
– Samfélagsábyrgð Farfugla: Helena W. Óladóttir, gæða- og umhverfisstjóri Farfugla / HI Iceland (sjá glærur hér)
– Fundarstjóri: Ásta Kristín Sigurjónsdóttir, klasastjóri Íslenska Ferðaklasans


Dagskrá
10.jan 2017 – Undirskriftarfundur um Ábyrga ferðaþjónustu í Háskólanum í Reykjavík – sjá frétt og myndir hér.


Grunnurinn: Ábyrg ferðaþjónusta, samfélagsábyrgð, markmiðasetning
20. janúar 13.00 – 15.00 – Byrjunarvinnustofa – staðsetning Háskólinn í Reykjavík
Í þessari vinnustofu fá þátttakendur heildarmyndina. Kynnast hugtökunum sjálfbærni og samfélagsábyrgð, auk þess að fá hagnýt dæmi um markmið sem hægt er að setja fyrirtækjum um alla fjóra þætti yfirlýsingarinnar um Ábyrga ferðaþjónustu.

 


Öryggi ferðamanna
9. febrúar kl. 9.00-11.00 – Fjarvinnustofa  og staðarfundur í Háskólanum í Reykjavík
Þema vinnustofu: “Tryggja öryggi gesta okkar og koma fram við þá af háttvísi”. Þátttakendur kynnast hvað felst í markvissu öryggisstarfi ferðaþjónustufyrirtækja og hvernig setja má upp öryggisáætlun fyrir gesti.

Markmið vinnustofu er að þátttakendur:
– öðlast þekkingu um helstu þætti ábyrgrar ferðahegðunar, um hagnýt ráð fyrir öryggismál fyrirtækja og um gerð öryggisáætlana.
– fái leiðsögn um hvernig greina megi mikilvægustu öryggisáskoranir síns fyrirtækis.
– geti sett fram áætlun um hvernig markmið um öryggismál fyrirtækisins verða sett fram, árangur mældur og niðurstöður birtar.

Dagskrá frá kl 9.00 – 11.00
Íslandsstofa: Ábyrg ferðahegðun – Daði Guðjónsson
SafeTravel: Hagnýt ráð um öryggismál fyrirtækja – Jónas Guðmundsson
Ferðamálastofa og Vakinn: Gerð öryggisáætlana – Snorri Valsson
Íslenskir fjallaleiðsögumenn – Hvernig við skipuleggjum öryggismál hjá okkur – Ívar Finnbogason

 


Tölum hreint út um ábyrga ferðaþjónustu
Morgunfundur á ársfundi SAF þann 16. mars

Á þessum morgunfundi fáum við í sófann til okkar sérfræðinga á hinum fjórum ólíku sviðjum ábyrgrar ferðaþjónustu. Markmiðið erð að fjalla um áskoranir og tækifæri sem ferðaþjónustufyrirtæki standa frammi fyrir þegar kemur að sjálfbærni og samfélagsábyrgð.

Hvenær: 16.3.2017 kl. 8.30 – 9.15
Hvar: Harpa
Fyrir hverja: Fyrirtæki sem skráð eru á aðalfund SAF (skrá sig hér).

Markmið fundarins:
– Kynna stöðuna á verkefninu „Ábyrg ferðaþjónusta“
– Koma auga á áskoranir og tækifæri um ábyrga ferðaþjónustu
– Gefa fundarfólki tækifæri til að spyrja um verkefnið

Nánar


Ábyrgir vinnuveitendur – vinnustofa og fjarfundur um ábyrga ferðaþjónustu
4. apríl kl. 9.00 – 11.00 – staðar- og fjarvinnustofa

Þema vinnustofu: “ “Virða réttindi starfsfólks””. Farið yfir grunnatriði kjarasamninga, t.d. fyrir starfsfólk í vaktavinnu, lærlinga og sjálfboðaliða. Mikilvægi framsýnnar mannauðsstjórnunar og markvissrar þjálfunar starfsfólks. Hagnýt ráð fyrir ferðaþjónustufyrirtæki sem vilja setja sér mannauðsmarkmið sem hjálpar þeim að virða réttindi og fá gott starfsfólk

Þetta er þriðji fræðsluviðburðurinn í fræðsludagskrá Ábyrgrar ferðaþjónustu, verkefni sem framkvæmt er af Festu og Ferðaklasanum í samstarfi við aðila ferðaþjónustunnar.

Hvenær: 4.4.2017 kl. 9.00 – 11.00
Hvar: Húsi atvinnulífsins eða með streymi um netið í tölvunni hvar sem er.
Fyrir hverja: Fyrirtæki sem skráð eru í fræðsludagskrá um Ábyrga ferðaþjónustu (skrá sig hér).

Markmið vinnustofu er að þátttakendur:
– öðlast þekkingu um helstu þætti ráðningarsamningsins, um muninn á launafólki, verktökum, starfsnemum og sjálfboðaliðum.
– fái leiðsögn um muninn á launafólki, verktökum, starfsnemum og sjálfboðaliðum.
– geti sett sér markmið um ábyrga mannauðsstjórnun.

Nánar um vinnustofuna

 


Hagnýt tól og tæki – vinnustofa og fjarfundur um ábyrga ferðaþjónustu
15. júní kl. 9.00 – 12.00 – staðar- og fjarvinnustofa

Nemar í MPM námi við Háskólann í Reykjavík hafa þróað gagnleg tól og tæki fyrir ábyrga ferðaþjónustu sem auðveldar litlum og meðalstórum fyrirtækjum að setja sér skýr markmið um alla fjóra þætti ábyrgrar ferðaþjónustu. Á þessari vinnustofu fáum við leiðbeiningar um hverng nota megi greiningartól og markmiðasniðmát. Notast verður við raundæmi og hagnýt verkefni til að styðja við stjórnendur fyrirtækja í þeirri vinnu. Vinnustofan hentar öllum ferðaþjónustufyrirtækjum, en sérstaklega litlum og meðalstjórum fyrirtækjum sem þurfa einfaldar og skýrar lausnir.

Þetta er fjórði fræðsluviðburðurinn í fræðsludagskrá Ábyrgrar ferðaþjónustu, verkefni sem framkvæmt er af Festu og Ferðaklasanum í samstarfi við aðila ferðaþjónustunnar.

Hvenær: 15.6.2017 kl. 9.00 – 12.00
Hvar: Háskólanum í Reykjavík (M216) eða með streymi um netið í tölvunni hvar sem er.
Fyrir hverja: Fyrirtæki sem skráð eru í fræðsludagskrá um Ábyrga ferðaþjónustu.

Markmið vinnustofu er að þátttakendur:
– fái í hendur hagnýt tól og tæki til að greina, setja markmið og aðgerðaáætlun fyrir Ábyrga ferðaþjónustu
– fái leiðsögn um að nota tólin og tækin
– geti sett sér markmið og aðgerðaáætlun um Ábyrga ferðaþjónustu

Nánar um vinnustofuna

 


Að hafa jákvæð áhrif á nærumhverfið
8. september kl. 9.00 – 11.00 – Fjarvinnustofa
Þema vinnustofu: “Hafa jákvæð áhrif á nærsamfélagið”. Þátttakendur greina tækifæri til að rekstur þeirra geti skilað ávinningi fyrir þau samfélög þar sem þau starfa í. Farið yfir hvernig lágmarka megi neikvæð áhrif og vinna með samfélögum þannig að samfélagslegar áskoranir verðir leystar. Dæmi um samfélagsþátttöku fyrirtækja kynnt og mælanleg markmið rædd.

 


Umhverfisstefna – frá orðum til efnda
19. október kl. 9.00 – 11.00 – Fjarvinnustofa
Þema vinnustofu: “Ganga vel um og virða náttúruna”. Þátttakendur fá hagnýta þjálfun í að setja sér stefnu um umhverfismál sem hentar þeirra starfsemi. Kynntar verða aðferðir til að greina helstu áskoranir, setja mælanleg markmið og raunhæfar framkvæmdaáætlanir um umhverfismál.  (ATH aðkomu Landverndar, Umhverfisstofnunnar?)

—-

Hugmyndafundur – þátttakendur bera saman bækur sína og læra hver af öðrum
16. nóvember   kl. 9.00 – 11.00 – Fjarvinnustofa
Á þessum fundi ræða þátttakendur hvernig markmiðasetningunni miðar. Nefna dæmi um það sem vel gengur og bera upp áskoranir svo hægt sé að læra hver af öðrum. Fundurinn er undirbúningur fyrir lokafundinn í desember þar sem nokkur fyrirtæki munu kynna sín markmið.

 


Uppskeruhátíð Ábyrgrar ferðaþjónustu
7. des kl. 14.30 – 16.00 – staðsetning auglýst síðar
Á þessum fundi munu nokkur fyrirtæki sem tóku þátt í Ábyrgri ferðaþjónustu segja frá markmiðum sínum og reynslunni af því að taka þátt í verkefninu.

 


Aukafundir
Fyrir utan þessa skipulögðu fræðsludagskrá verða haldnir hugmynda- og/eða umræðufundir er þörf þykir. Auk þess fá þátttakendur send út fréttabréf með ábendingum og aðgang að glærum og efni fræðsluviðburðanna.

Umsjón
Ketill Berg Magnússon, Festu og Ásta Kristín Sigurjónsdóttir, Íslenska ferðaklasanum

Verð
Fyrirtækjum sem undirritað hafa yfirlýsinguna um Ábyrga ferðaþjónustu býðst að skrá starfsfólk sitt í fræðsludagskrá á kostnaðarverði. Í boði eru rafræn “aðgangskort” sem gilda sem eitt sæti á alla átta viðburðina. Upplagt er að fela ákveðnum starfsmanni ábyrgð á að halda utan um verkefnið fyrir hönd fyrirtækisins. Starfsmenn eins fyrirtækis geta skipst á að mæta á fræðsluviðburðina eða fyrirtækið keypt aðgangskort fyrir alla starfsmenn sína sem koma að verkefninu.

 Verð pr. Aðgangskort er kr. 45.000 og kr. 24.000 fyrir aðildarfélög Festu og Íslenska Ferðaklasans.

Skráning í fræðsludagskrá