Persónuverndarstefna Festu

Festa leggur áherslu á að virða ætíð persónuvernd allra sem Festa á í samskiptum við og fara að lögum um persónuvernd (persónuverndarreglugerð ESB 679/2016) í öllum samskiptum sínum.

Vinnsla persónuupplýsinga hjá Festu

Festa hyggst framfylgja stefnu sinni um persónuvernd með eftirfarandi hætti.

Festa notar persónuupplýsingar í því skyni að geta veitt þjónustu og átt samskipti við aðila um starfsemi Festu. Festa heldur vinnsluskrá um vinnslu persónuupplýsinga. Persónuupplýsingar eru notaðar með eftirfarandi hætti hjá Festu:

Skráning aðilarfélaga í Festu

Starfsfólk fyrirtækja, stofnanna, sveitafélaga eða einstaklingar geta sótt um aðild að Festu í gegnum skráningarform sem aðgengilegt er á forsíðunni á vef Festu. Þar er óskað eftir nafni fyrirtækis, kennitölu, heimilisfangi, veffangi og stærð. Þessum upplýsingum er safnað til að geta haldið utan um félagaskrá, sent reikninga fyrir árgjaldi og annarri þjónustu sem aðildarfélagi kaupir af Festu. Einnig ef óskað eftir nafni tengiliðs, netfangi og símanúmeri viðkomandi. Það er gert til að geta sent upplýsingar um starfsemina og átt samskipti um starfsemi Festu.

Skráning á póstlista Festu

Hver sem er getur skráð sig á póstlista festu til að fá sent rafrænt fréttabréf og markpóst með upplýsingum um starfsemi Festu.

Skráning á fundi og viðburði á vegum Festu

Skráning á viðburði á vegum Festu felur í sér að viðkomandi gefur upp nafn þátttakanda, netfang, nafn vinnuveitanda, starfsheiti og kennitala greiðanda ef aðgangseyrir er á viðburðinn.

Umfjöllun um fyrirtæki og einstaklinga

Festa flytur fréttir og miðlar upplýsingum um aðferðir og aðgerðir fyrirtækja um efni tengt samfélagsábyrgð. Óskað er samþykkis viðkomandi áður en upplýsingar eru birtar ef fjallað er á sértækan hátt um einstaklinga eða fyrirtæki ef upplýsingarnar eru ekki þá þegar opinberar. Sem dæmi þá leitar Festa samþykkis áður en frétt er birt af lýsingu starfsmanns af starfsháttum viðkomandi fyrirtækis áður en umfjöllun er birt. Ekki er hins vegar leitað eftir samþykki fyrir umfjöllun um, eða myndbirting af því að viðkomandi hafi mætt á opinn viðburð á vegum Festu.

Festa lætur engar persónuupplýsingar um aðildarfélaga eða aðila sem skrá sig hjá Festu í hendur þriðja aðila. Nöfn aðildarfélaga Festu eru birt á vefsíðu félagsins. Aðilar geta á hverjum tíma óskað eftir að upplýsingumum viðkomandi verði eytt úr skrám Festu.

Vinnsluaðilar upplýsinga hjá Festu

Festa fer fram á að vinnsluaðilar sem vinna með persónuupplýsingar fyrir hönd Festu fari að lögum um persónuvernd. Festa notar Google upplýsingakerfið fyrir tölvupóst, dagatal og skráningarform fyrir félagatal og viðburði. Fyrir rafrænt fréttabréf og póstlista notar Festa Mailchimp fréttabréfakerfið. Festa notar Facebook, Twitter og Linkedin til að miðla fréttum og auglýsa viðburði. Í einstaka tilfellum notar Festa vafrakökur (e. cookies) til að greina hversu margir lesa efni og/eða skrá sig á viðburði á vegum Festu og til að miðla frekari upplýsingum til viðkomandi. Við viðskiptamannaskrá og reikningagerð fyrir keypta þjónustu notar Festa reikningagerðakerfið Netbokhald.is.