Ábyrg ferðaþjónusta

Festa og Íslenski ferðaklasinn hvetja til ábyrgrar ferðaþjónustu

Festa – miðstöð um samfélagsábyrgð og Íslenski ferðaklasinn, í samstarfi við félög og stofnanir ferðaþjónustunnar, hvetja fyrirtæki í ferðaþjónustu á Íslandi til að sammælast um nokkrar skýrar og einfaldar aðgerðir um ábyrga ferðaþjónustu.

Ábyrg ferðaþjónsta er hvatningarverkefni sem stuðlar að því að Ísland verði ákjósanlegur áfangastaður ferðamanna um ókomna tíð. Verkefnið styður styður þannig við sjálfbærni fyrir komandi kynslóðir þjóðarinnar. Með ábyrgri ferðaþjónustu er átt við að fyrirtækin axli ábyrgð á þeim afleiðingum sem rekstur þeirra hefur á umhverfið og samfélagið.

Fyrirtæki í ferðaþjónustu og skyldri starfsemi geta tekið þátt með því að samþykkja neðengreinda yfirlýsingu um ábyrga ferðaþjónustu og láta svo verkin tala.  Yfirlýsingin í heild sinni er hér að neðan, en hún var fyrst undirrituð í Háskólanum í Reykjavík 10. janúar 2017 að viðstöddum forseta Íslands sem er verndari verkefnisins.

Við óskum eftir þátttöku þinni í verkefninu og hvetjum þig til að skrá þitt fyrirtæki til leiks.

Skráning í Ábyrga ferðaþjónustu

Festa, í samstarfi við Íslenska ferðaklasann, býður þátttakendum uppá fræðslu og stuðning í formi hugmyndafunda, málstofa og vinnustofa þar sem sérfræðingar kynna fyrir fyrirtækjum hagnýtar leiðir að ábyrgri ferðaþjónustu.

 

Yfirlýsing um ábyrga ferðaþjónustu

Ferðaþjónustan á Íslandi er mikilvæg atvinnugrein sem getur stuðlað að langtíma velferð og góðum orðstír þjóðarinnar. 

 

Í ferðaþjónustunni eru margar áskoranir sem snúa að samfélagsábyrgð fyrirtækja. Þar má telja aukinn ágang á náttúruna, að réttindi starfsfólks séu virt, að nærsamfélögin sem ferðamenn heimsækja fái sanngjarnan skerf af ávinningnum og ekki síst að öryggi ferðamanna sé tryggt og þeim veitt góð þjónusta.

 

Við undirrituð ætlum að stuðla að ábyrgri ferðaþjónustu með því að:

 

– Ganga vel um og virða náttúruna.

– Tryggja öryggi gesta okkar og koma fram við þá af háttvísi.

– Virða réttindi starfsfólks.

– Hafa jákvæð áhrif á nærsamfélagið.

Við munum setja okkur markmið um ofangreinda þætti, mæla og birta reglulega upplýsingar um árangur fyrirtækisins.

 

Undirritað í Reykjavík 10. janúar, 2017

(sign.)

Þátttaka í yfirlýsingunni er þátttakendum að kostnaðarlausu en gert er ráð fyrir að henni fylgi raunverulegar aðgerðir fyrirtækjanna. Áhrif þessa sameiginlega átaks geta því orðið umtalsverð.

Listi yfir fyrirtæki sem skrifað hafa undir yfirlýsingu um Ábyrga ferðaþjónustu og þar með lofað að setja sér markmið og mæla árangur sinn reglulega.

Activity Iceland
Adventura
Adventure Point
Adventure Travel Company
Adventure Vikings
Ævintýradalurinn
AGMOS
Akstur og uppsetning
Álfaklettur
All Iceland-USA
Alp
ÁS Guest House
Amazing North
Amazingtours
Ambassador
Arcanum ferðaþjónusta
Arctic Tours Iceland
Árnanes ferðaþjónusta
Arnarnes Paradis
Around Iceland
Art Travel
Asgard
Atlantik
Atlantsflug
Aurora Reykjavík
Austurbrú
Bær hf.
Bakkaflöt Travel service
Bakkagerði – Gisting Hjá Marlín
Bergmenn
Bergrisi
Hvítahúsið guesthouse
Bílaleigan Ísak
Bláa Lónið
Blábjörg
Brúnalaug Guesthouse
Brunnhóll farmguesthouse
BuggyAdventures
CampEasy
CapeTours
CJA guesthouse
Cool Travel Iceland
Creative Iceland
Crisscross
Deaf Tours
Hike & Bike
DIVE.IS
Djúpmynd / Seavision
Dmc I travel
Dæli Víðidal
Efling – stéttarfélag
Eimskip
Eldey Airport Hotel
Eldfjallaferðir / Volcano Torus
Eldheimar
Eldhestar
Elding / Hvalaskoðun Reykjavík
Elding Whale Watching Akureyri
Esjustofa
Eskimos
Explore Dream Discover
Exploring Iceland
Extreme Iceland
Eyja Guldsmeden hotel
Fagferðir Íslands
Fannborg
Farfuglar / HI Iceland
Faxaflóahafnir
Ferðafélag Íslands
Ferðamáladeild Háskólans á Hólum
Ferðamálastofa
Ferðaskrifstofa Austurlands
Ferðaskrifstofa Harðar Erlingssonar / Naturreisen
Ferðaþjónusta Háskólans á Hólum
Ferðaþjónustan Álfheimar
Ferðaþjónustan Brtekku
Ferðaþjónustan Himnasvalir /JRJ. jeppaferðir
Ferðaþjónustan Mjóeyri
Ferðaþjónustan Síreksstöðum Vopnafirði
Festa – miðstöð um samfélagsábyrgð
Fjallamenn
Fjallamenn Austurlands
Fjallasýn Rúnars Óskarssonar
Fjórhjólaævintýri
Fljótsdalsgrund
Flugfélag Íslands
Forsæla
Friðheimar
Gardsauki guesthouse
Gentle Giants Whale Watching
Geo Travel
Gestaferðir
Gestahus cottages
Gesthús Selfossi
GetLocal.is
Gistihúsið – Lake Hotel Egilsstadir
Glacier Adventure
Glacier Journey / Fallastakkur
Gloa

Go green
Go West / Út og vestur
GoNorth
Gott aðgengi
Grænhöfði
Gray Line Iceland
Great View Guesthouse
Guðmundur Jónasson
Guide to Iceland
Gunnarsstofnun
Hallgerður ehf – Hótel Rangá
Happy Campers
Harpa tónlistar-og ráðstefnuhús
Háskólinn á Bifröst
Háskólinn í Reykjavík
Heimsborgir
Helena Travel Iceland
Helo-Helicopter Service of Iceland
Hestaþjónustan Tvistur
Hey Iceland – Ferðaþjónusta bænda
Hikeland
Hið íslenska norðurljósafélag
Höfuðborgarstofa
Höldur – Bílaleiga Akureyrar
Hópbílar
Hópferðamiðstöðin – TREX
Hótel Framtíð
Hótel Fransiskus Stykkishólmi
Hótel Hvolsvöllur
Hótel Ísland
Hótel Laki ehf
Hotel Óðisnvé
Hótel Rauðaskriða
Hótel Varmahlíð
Hótel Vestmannaeyjar
Hótel West Patreksfjörður
How Do You Like Iceland
Humarhöfnin
Hvammsgerði – Bed and Breakfast
Hybrid Hospitality
iBus
Iceguide
Iceland All Seasons
Iceland Encounter
Iceland Escape
Iceland Expeditions
Iceland Outfitters
Iceland Travel Assistance
Iceland Travel
Iceland Unlimited
Iceland Wonder Tours
Icelandair
Icelandair hótel
IceLine Travel
Into the Glacier
Ís og Ævintýri
Ísafold Travel
Isavia
Íslandsbanki
Íslandshótel
Íslandskortið
Íslandsstofa
Íslenski ferðaklasinn
Íslenski Hesturinn – The Icelandic Horse
Íslenskir Fjallaleiðsögumenn
Jarðböðin
Kata.is
Katla DMI
Katla Geopark
Katla Travel
Kind Adventure
Klausturkaffi
KOMPÁS Þekkingarsamfélagið
Kötlusetur
Lamb Inn – Öngulsstaðir 3 sf
Lambleiksstaðir
Landnámssetur Íslands
Landsbankinn
LAVA Eldfjalla og jarðskjálftamiðstöð Íslands
Laxnes Horse Farm
Leó ehf / Deaf Iceland
Lingua / Norðan Jökuls
Lýtingsstaðir
Main Course
Markaðsstofa Norðurlands
Markaðsstofa Reykjaness
Markaðsstofa Suðurlands
Melrakkasetur Íslands
Menningarfylgd Birnu
Miðbæjarhótel/Centerhotels
Midgard Adventure
Moonwalker
MudShark
My Iceland Guide
Mýri guesthouse – Stay for a tree
Mývatn Tours
Nauthóll
Nenty Travel
NETIÐ markaðs- og rekstrarráðgjöf
Nicetravel

Nínukot
Nónklettur ehf
Nonni Travel
Nordic Green Travel
Nordic Visitor
Norðurflug
North Sailing
Northern Explorer/Norðurslóðir Ferðaskrifstofa ehf.
NW Adventures
Nýsköpunarmiðstöð Íslands
Óbyggðasetur ehf
Perlan museum
Pink Iceland
Pólar Hestar ehf
Premia ehf
Ráðagóður ehf.
Radisson Blu 1919 Hótel
Radisson Blu Hótel Saga
Reiðskóli og hestaleiga guðrúnar fjeldsted
Reykjavik Apartments
Reykjavik Concierge
Reykjavik Excursions – Kynnisferðir
Reykjavík Sailors
Reykjavik Sightseeing
Reykjavik Tour Company
Reykjavik Viking Adventure
Reykjavíkurborg
Ribsafari
Riding Iceland ehf
Rökstólar samvinnumiðstöð
Safari Quads
Safetravel (Slysavarnafélagið Landsbjörg)
Saga Travel
Salka whale watching
Saltvík ehf
Samgöngustofa
Samtök ferðaþjónustunnar
Sannir Landvættir
SBA – Norðurleið
Selasetur Íslands
Selasigling ehf.
Seljaveitingar ehf
Sjávarpakkhúsið
Sjálfsbjörg landssamband hreyfihamlaðra
Skálatjörn Homestay
Skíðasvæði höfuðborgarsvæðisins
Skorrahestar ehf.
Skýr Sýn
Smáratún ehf (Hótel Fljótshlíð)
Snæland Grímsson ehf
South East ehf
Sólhestar ehf
Special Tours ehf
Sportferðir ehf. Sport Tours
SS – Veitingar Narfeyrarstofa
SSH ehf
Star Travel
Steinasafn Petru
Sterna Travel
Stiklur – Steppin’ stones (Stiklur ehf)
Stracta Hotel
Strætó bs
Strandagaldur ses
Stykkishólmur Slowly
Superjeep ehf
Sveitasæla Ehf
Tanni Travel
Taxi Iceland Tours
Terra Nova Iceland
This is Iceland ehf.
Three Sisters ehf.
Tjaldstæði Lífsmótunar
Time Tours
Touris ehf
Town House
Travel East Iceland
Travel to Iceland ehf
Travel View
Travelling Iceland
Travice ehf
Tærgesen
Ultima Thule
Vesen og vergangur
Vesturfarasetrið Hofsósi
Vesturkantur ehf
Víga-Barði ehf (Hótel Hvítserkur)
Vinir Seasontours
Volcano Huts
Vötnin Angling Service
VR
Wapp – Walking app
Webdew.is
Westfjords Adventures
Westfjords Experiences
Whale Safari
Whales of Iceland
Whale Watching Hauganes
WOW air
Þjóðminjasafn Íslands

 

Spurt og svarað

Markmið hvatningarverkefnisins er m.a að:

  • Styðja við ferðaþjónustufyrirtæki sem vilja vinna markvisst að sjálfbærni og samfélagsábyrgð.
  • Setja fram skýr skilaboð frá ferðaþjónustufyrirtækjum um að þau vilji vera ábyrg.
  • Draga fram dæmi um það sem vel er gert á sviði sjálfbærni og samfélagsábyrgðar í ferðaþjónustu.
  • Skipuleggja fræðsluviðburði þar sem fyrirtækin fá stuðning til að setja sér markmið, fræðast og bera saman bækur sínar um sjálfbærni og samfélagsábyrgð.
  • Draga fram bestu aðferðir frá sambærilegum verkefnum erlendis frá.

Fylgt er viðmiðum og skilgreiningum sem þróaðar hafa verið á alþjóðavísu um samfélagsábyrgð og sjálfbærni í ferðaþjónustu, en þó með áherslu á aðlögun að íslenskum aðstæðum og áskorunum.

Hvernig skráir maður fyrirtækið til leiks?
Með því að fara á vefrænt skráningarform hér.

Er þetta bara fyrir ferðaþjónustufyrirtæki?
Öll fyrirtæki sem með einum eða öðrum hætti tengjast ferðaþjónustunni geta skrifað undir yfirlýsinguna um ábyrga ferðaþjónustu. Þannig geta bankar, tryggingafélög og önnur fyrirtæki sem þjónusta ferðaþjónustuna tekið þátt.

Er þetta enn eitt merkið eða vottunin fyrir fyrirtæki?
Ábyrg ferðaþjónusta er ekki vottun eða árangursmerking. Fyrirtækin sem skrifa undir yfirlýsinguna lofa að setja sér markmið en þau velja markmiðin við hæfi og birta þau. Þau geta notað kerfi eins og Vakann til þess.

Geta lítil fyrirtæki líka skrifað undir?
Öll fyrirtæki geta skrifað undir yfirlýsinguna um ábyrga ferðaþjónustu og sett sér markmið. Lítil fyrirtæki sníða sér markmið eftir vexti og sem henta þeirra starfsemi.

Er ekki hætta á að þetta verði grænþvottur fyrir fyrirtæki?
Grænþvottur felst í að fyrirtæki blekkja með því að segjast vera ábyrg en eru það ekki í raun. Með yfirlýsingunni um ábyrga ferðaþjónustu setja fyrirtæki sér áætlun og vinna markvisst að henni. Svo lengi sem fyrirtæki er að vinna að markmiðunum er ekki um blekkingu að ræða. Annað kæmi berlega í ljós.

Er nóg að skrifa undir – hvað svo?
Að skrifa undir yfirlýsinguna er einungis fyrsta skrefið, og er í raun loforð fyrirtækisins um að það ætli að setja sér skrifleg markmið og fara í aðgerðir um hina fjóra þætti Ábyrgrar ferðaþjónustu. Til að standa við loforðið þarf fyrirtækið að birta markmið sín á vef sínum, setja sér aðgerðaáætlun, mæla árangur sinn árlega og birta hann opinberlega. Auðvelt er að birta árangurinn á vef fyrirtækisins og einnig er upplagt að segja frá honum í ársskýrslu félagsins. Stór fyrirtæki þurfa nú samkvæmt ársreikningalögum að birta árangur sinn í umhverfis- og samfélagsmálum í árskreikningum sínum. Þátttaka í verkefninu ábyrg ferðaþjónusta hjálpar til við þá upplýsingagjöf.

Hvað kostar að taka þátt?
Það kostar fyrirtækin ekkert að skrifa undir yfirlýsinguna um ábyrga ferðaþjónustu. Boðið verður uppá fræðsludagskrá til að styðja við fyrirtækin og greiða fyrirtækin kostnaðarverð fyrir.

Skráning í Ábyrga ferðaþjónustu

Notkun á merki verkefnisins

Myndina / auðkennið mega þau fyrirtæki, sem hafa undirritað yfirlýsingu um ábyrga ferðaþjónustu, nota um leið og þau setja inná heimasíðuna eða á annan opinberan stað þau markmið sem fyrirtækið hyggst ná í þeim fjórum afmörkuðu þáttum sem verkefnið nær yfir.
Myndin / auðkennið er ekki viðurkenning eða staðfesting á því að fyrirtækið hafi náð tilteknum markmiðum. Myndin er einkenni fyrir hvatningarverkefnið og staðfestir áform fyrirtækisins um að það vilji gera betur í þeim þáttum sem verkefnið nær yfir með markvissum og vel skilgreindum hætti.
Ekki má eiga við eða breyta myndinni / auðkenninu á neinn hátt.

Hönnuður – Diljá Þórhallsdóttir, Plánetan.

Fræðsludagskrá um ábyrga ferðaþjónustu

Fyrirtækjum sem vilja setja sér markmið um ábyrga ferðaþjónustu býðst að skrá sig í fræðsludagskrá.

Skráning í fræðsludagskrá

Ábyrg ferðaþjónusta - kynningafundur 16.12.2016

Kynningarfundur 16.12.2016 – Grand Hótel Reykjavík
Vel var mætt á kynningarfund um „Ábyrga Ferðaþjónustu“ sem haldinn var á Grand Hótel Reykjavík – í glæsilegum endurbættum sal þeirra Hvammi.
– Kynning á verkefninu: Ketill Berg Magnússon (sjá glærur hér)
– Samfélagsábyrgð Farfugla: Helena W. Óladóttir, gæða- og umhverfisstjóri Farfugla / HI Iceland (sjá glærur hér)
– Fundarstjóri: Ásta Kristín Sigurjónsdóttir, klasastjóri Íslenska Ferðaklasans

Inngangur
Til að styðja við fyrirtæki sem skrifa undir yfirlýsingu um ábyrga ferðaþjónustu, bjóða Festa – miðstöð um samfélagsábyrgð og Íslenski ferðaklasinn uppá fræðsludagskrá sem fyrirtækjum býðst að taka þátt í á kostnaðarverði. Um er að ræða átta hagnýta fræðsluviðburði þar sem áherslan er á að auðvelda fyrirtækjum að setja sér markviss og mælanleg markmið í samræmi við ábyrga ferðaþjónustu.

Markmið
Með fræðsludagskránni er markmiðið að fyrirtækjum bjóðist á aðgengilegan máta þjálfun til að setja sér markmið um sjálfbærni og samfélagsábyrgð í samræmi við verkefnið Ábyrg ferðaþjónusta..

Lýsing
Fræðsludagskráin felst í átta fræðsluviðburðum á árinu 2017. Þar verður ýmist boðið uppá vinnustofur, fyrirlestra eða hugmyndafundi. Að minnsta kosti helmingur fræðsluviðburðanna verða í fjarfundarformi svo fyrirtæki geti tekið þátt óháð staðsetningu.

Dagskrá
10.jan 2017 – Undirskriftarfundur um Ábyrga ferðaþjónustu í Háskólanum í Reykjavík – sjá frétt og myndir hér.

 

Grunnurinn: Ábyrg ferðaþjónusta, samfélagsábyrgð, markmiðasetning
20. janúar 13.00 – 15.00 – Byrjunarvinnustofa – staðsetning Háskólinn í Reykjavík
Í þessari vinnustofu fá þátttakendur heildarmyndina. Kynnast hugtökunum sjálfbærni og samfélagsábyrgð, auk þess að fá hagnýt dæmi um markmið sem hægt er að setja fyrirtækjum um alla fjóra þætti yfirlýsingarinnar um Ábyrga ferðaþjónustu.

—-

Öryggi ferðamanna
9. febrúar kl. 9.00-11.00 – Fjarvinnustofa  og staðarfundur í Háskólanum í Reykjavík
Þema vinnustofu: “Tryggja öryggi gesta okkar og koma fram við þá af háttvísi”. Þátttakendur kynnast hvað felst í markvissu öryggisstarfi ferðaþjónustufyrirtækja og hvernig setja má upp öryggisáætlun fyrir gesti.

Markmið vinnustofu er að þátttakendur:
– öðlast þekkingu um helstu þætti ábyrgrar ferðahegðunar, um hagnýt ráð fyrir öryggismál fyrirtækja og um gerð öryggisáætlana.
– fái leiðsögn um hvernig greina megi mikilvægustu öryggisáskoranir síns fyrirtækis.
– geti sett fram áætlun um hvernig markmið um öryggismál fyrirtækisins verða sett fram, árangur mældur og niðurstöður birtar.

Dagskrá frá kl 9.00 – 11.00
– Íslandsstofa: Ábyrg ferðahegðun
– SafeTravel: Hagnýt ráð um öryggismál fyrirtækja
– Ferðamálastofa og Vakinn: Gerð öryggisáætlana
– Raundæmi frá fyrirtæki – hvernig við skipuleggjum öryggismál hjá okkur.

Skráning hér

—-

Mannauðurinn mikilvægi – þjálfun og réttindi starfsmanna
7. mars kl. 14.00 – 16.00 – Fjarvinnustofa
Þema vinnustofu: “Virða réttindi starfsfólks”. Farið yfir grunnatriði kjarasamninga, t.d. fyrir starfsfólk í vaktavinnu, lærlinga og sjálfboðaliða. Mikilvægi framsýnnar mannauðsstjórnunar og markvissrar þjálfunar starfsfólks. Hagnýt ráð fyrir ferðaþjónustufyrirtæki sem vilja setja sér mannauðsmarkmið sem hjálpar þeim að virða réttindi og fá gott starfsfólk. 

—-

Tækifæri skapast með sjálfbærni í ferðaþjónustu
Dagskrá í tengslum við aðalfund SAF – 16.-17. Mars

—-

Að hafa jákvæð áhrif á nærumhverfið
14. september kl. 9.00 – 11.00 – Fjarvinnustofa
Þema vinnustofu: “Hafa jákvæð áhrif á nærsamfélagið”. Þátttakendur greina tækifæri til að rekstur þeirra geti skilað ávinningi fyrir þau samfélög þar sem þau starfa í. Farið yfir hvernig lágmarka megi neikvæð áhrif og vinna með samfélögum þannig að samfélagslegar áskoranir verðir leystar. Dæmi um samfélagsþátttöku fyrirtækja kynnt og mælanleg markmið rædd.

—-

Umhverfisstefna – frá orðum til efnda
19. október kl. 9.00 – 11.00 – Fjarvinnustofa
Þema vinnustofu: “Ganga vel um og virða náttúruna”. Þátttakendur fá hagnýta þjálfun í að setja sér stefnu um umhverfismál sem hentar þeirra starfsemi. Kynntar verða aðferðir til að greina helstu áskoranir, setja mælanleg markmið og raunhæfar framkvæmdaáætlanir um umhverfismál.  (ATH aðkomu Landverndar, Umhverfisstofnunnar?)

—-

Hugmyndafundur – þátttakendur bera saman bækur sína og læra hver af öðrum
16. nóvember   kl. 9.00 – 11.00 – Fjarvinnustofa
Á þessum fundi ræða þátttakendur hvernig markmiðasetningunni miðar. Nefna dæmi um það sem vel gengur og bera upp áskoranir svo hægt sé að læra hver af öðrum. Fundurinn er undirbúningur fyrir lokafundinn í desember þar sem nokkur fyrirtæki munu kynna sín markmið.

—-

Uppskeruhátíð Ábyrgrar ferðaþjónustu
14. des kl. 14.30 – 16.00 – staðsetning auglýst síðar
Á þessum fundi munu nokkur fyrirtæki sem tóku þátt í Ábyrgri ferðaþjónustu segja frá markmiðum sínum og reynslunni af því að taka þátt í verkefninu.

Aukafundir
Fyrir utan þessa skipulögðu fræðsludagskrá verða haldnir hugmynda- og/eða umræðufundir er þörf þykir. Auk þess fá þátttakendur send út fréttabréf með ábendingum og aðgang að glærum og efni fræðsluviðburðanna.

Umsjón
Ketill Berg Magnússon, Festu og Ásta Kristín Sigurjónsdóttir, Íslenska ferðaklasanum

Verð
Fyrirtækjum sem undirritað hafa yfirlýsinguna um Ábyrga ferðaþjónustu býðst að skrá starfsfólk sitt í fræðsludagskrá á kostnaðarverði. Í boði eru rafræn “aðgangskort” sem gilda sem eitt sæti á alla átta viðburðina. Upplagt er að fela ákveðnum starfsmanni ábyrgð á að halda utan um verkefnið fyrir hönd fyrirtækisins. Starfsmenn eins fyrirtækis geta skipst á að mæta á fræðsluviðburðina eða fyrirtækið keypt aðgangskort fyrir alla starfsmenn sína sem koma að verkefninu.

 Verð pr. Aðgangskort er kr. 45.000 og kr. 24.000 fyrir aðildarfélög Festu og Íslenska Ferðaklasans.

Skráning í fræðsludagskrá

 

 

[/container]

Hópur nemenda í MPM námi við Háskólann í Reykjavík útbjó verkfærakistu sem gagnast ætti þátttakendum í átaksverkefni Festu og Íslenska ferðaklasans um ábyrga ferðaþjónustu. Verkfærakistan samanstendur af nokkrum tólum. Fyrst ber að nefna greiningartæki sem gagnast fyrirtækjum til að sjá stöðu sína í flokkunum fjórum (umgengni um náttúruna, öryggi starfsmanna, neytendavernd og áhrif á nærsamfélagið). Einnig eru leiðbeiningar um almenna markmiðasetningu ásamt sniðmáti til að nota við markmiðasetninguna sjálfa.

 

Greiningartæki

Áður en hægt er að setja sér markmið í er nauðsynlegt að skoða fyrst stöðuna eins og hún er í dag. Greiningartækið (excel) aðstoðar við að draga fram helstu áherslur fyrirtækisins hingað til og skerpir þannig sýnina á gera megi betur. Út frá myndritinu sem greiningartækið býr til er því hægt að sjá hvar fyrirtækið stendur vel og hvar það vill gera betur.

Greiningartól -excel

SMART markmið

Svo markmiðasetning verði markviss er nauðsynlegt að vanda til verka. Markmiðin verða að vera skýr (S), mælanleg (M), aðlagandi (A), raunhæf (R) og tímasett (T). Með því að setja markmiðin fram á SMART hátt eru mun meiri líkur á að þau náist. Í SMART leiðbeiningunum er farið yfir hvernig markmið eru sett fram. Einnig fylgir Hugmyndabanki sem byggður er á reynslu ferðaþjónustufyrirtækja við markmiðasetningu.

Hugmyndabanki – PDF

Leiðbeiningar – Ávinningur og markmiðasetning – PDF

Markmið og aðgerðaráætlun

Tvö sniðmát má finna í verkfærakistunni: Fyrra sniðmátið er Veggspjald (pdf A3) og Yfirlit yfir aðgerðaráætlun (pdf A3). Hér er hægt að setja markmið og aðgerðaráætlun fram á myndrænan hátt. Þetta sniðmát má prenta út og er tilvalið að hengja upp á áberandi stað til að minna alla á það markmið sem verið er að vinna að. Einnig eru hér sýnishorn af útfylltum sniðmátum. Einnig er hér sama sniðmát á Excel formi fyrir markmið og aðgerðaráætlun. Fremst er yfirlit yfir markmiðin sem eru í vinnslu en svo eru 10 síður til þess að skilgreina markmiðin. Í kistunni eru líka skjöl með dæmum. Velja má það sniðmát sem hentar eftir því hvort nota á tölvu eða hengja upp á vegg, mælt er með að hvoru tveggja.

Sniðmát excel

Sniðmát A3 veggspjald

Sniðmát A3 -dæmi

Sniðmát – Aðgerðaráætlun veggspjald

Sniðmát – Aðgerðaráætlun – dæmi