Málþing: Áhrif ferðaþjónustu á nærsamfélagið

Málþing um áhrif ferðaþjónustu á nærsamfélagið, Fundur fólksins 8. september 2017

Jákvæð áhrif á nærsamfélagið er einn af áhersluþáttum verkefnisins Ábyrg ferðaþjónusta. Á þessu málþingi verður rætt um áhrif ferðaþjónustufyrirtækja og atvinnugreinarinnar á samfélagið í heild og smærri samfélög þar sem ferðaþjónustufyrirtæki starfa.  Unnið er út frá þrívíðri hugsun sjálfbærni um að fyrirtæki hafi efnahagsleg-, umhverfisleg- og félagsleg áhrif.  Málþingið hentar öllum sem áhuga hafa á þróun ferðaþjónustu og hvernig atvinnugreinin sem heild og einstök ferðaþjónustufyrirtæki geta metið áhrif sín á samfélagið.

Hvenær:           8. september 2017 kl. 14.00-16.00
Hvar:                Hamraborg, Hofi – menningarhúsi, Akureyri
Fyrir hverja:    Ferðaþjónustufyrirtæki, almenning og stefnumarkandi aðila í stjórnsýslu.

Markmið málþings:
– Kynna hugmyndina um efnahagsleg, umhverfisleg og félagsleg áhrif ferðaþjónustufyrirtækja á nærsamfélagið
– Sýna hvernig meta má áhrif ferðaþjónustunnar á nærsamfélagið
– Ræða meta ætti áhrifin með markvissum hætti til framtíðar

Dagkskrá 14.00-16.00

Inngangsorð
Unnur Valborg Hilmarsdóttir, formaður Ferðamálaráðs

Frá sjónarhóli íbúa
Guðrún Þóra Gunnarsdóttir, forstöðumaður Rannsóknarmiðstöðvar ferðamála 

Bein áhrif ferðamanna á ríki og sveitarfélgög
Haraldur Ingi Birgisson, Deloitte

Ábyrgur kapítalismi
Róbert Guðfinnsson, fjárfestir á Siglufirði

Samantekt 
Matthías Rögnvaldsson, forseti bæjarstjórnar Akureyrar 

Fundarstjóri: Arnheiður Jóhannsdóttir, Markaðsstofa Norðurlands


Skráning á málþingið hér

Staðsetning

  • Harmraborg
  • Menningarhúsið HOF
  • Akureyri

Fyrir hverja

  • Ferðaþjónustufyrirtæki
  • Almenning
  • Stjórnmálafólk
  • Stefnumótendur í stjórnsýslu