Aðalfundur Festu

Aðalfundur Festu, miðstöðvar um samfélagslega ábyrgð fyrirtækja, verður haldinn í Háskólanum í Reykjavík þriðjudaginn 9. apríl 2019 kl. 16:00. Stofa M2015, 2. hæð

Dagskrá fundarins:

  1. Fundur settur, val á fundarstjóra og fundarritara
  2. Skýrsla stjórnar
  3. Reikningar liðins reikningsárs
  4. Breytingar á samþykktum félagsins
  5. Skipan í stjórn
  6. Kjör endurskoðanda
  7. Önnur mál

Rétt til að sækja aðalfundinn og hafa bæði kjörgengi og kosningarétt eiga þeir félagar sem eru skuldlausir við félagið viku fyrir fundinn.

Stjórn leggur nú til umtalsverðar breytingar á samþykktum félagsins sem lagðar verða fyrir aðalfundinn og leggur til að þær verði samþykktar eins og þær liggja fyrir. Samkvæmt 1. mgr. 13. gr. gildandi samþykkta skulu tillögur að breytingum berast formanni ([email protected]) og framkvæmdastjóra (hrund@csriceland) félagsins eigi síðar en fjórum vikum fyrir aðalfund félagsins (þ.e. 12. mars) og þeir sjá um að áframsenda þær í kjölfarið á félaga, eigi síðar en 3 vikum fyrir aðalfund (þ.e. 19. mars). 2/3 atkvæða á aðalfundi þarf að samþykkja til að þær nái fram að ganga. Breytingarnar varða flest ákvæði samþykktanna en í mörgun tilvikum felast þær í endurröðun ákvæða frekar en efnisbreytingum.
Helstu breytingar varða, heiti, tilgang, greiðslufyrirkomulag félagsgjalds, úrsögn og brottvikningu, aðalfund, kjörgengi og kosningu til stjórnar.

Stjórn bendir sérstaklega á eftirfarandi tillögur til breytinga:

Í tillögu stjórnar er nú m.a. lagt til í 8. gr. að í stað þess að stjórn félagsins sé skipuð fimm aðalmönnum og tveimur til vara til tveggja ára í senn, verði stjórn valin á eftirfarandi hátt: „Stjórn félagsins skal skipuð sjö einstaklingum sem fara með málefni félagsins á milli aðalfunda. Formaður skal kosinn sérstaklega og til eins árs í senn en meðstjórnendur til tveggja ára í senn. Stjórnarkjöri skal haga þannig að hvert ár skal kjósa formann og þrjá meðstjórnendur í stað þeirra þriggja sem setið hafa í tvö ár. Formaður og stjórn skal kosin í skriflegri atkvæðagreiðslu. Fyrirkomulag atkvæðagreiðslu skal kynnt eigi síðar en við boðun aðalfundar. Heimilt er að kjósa áttunda stjórnarmann frá samstarfsaðila sem veitir félaginu aðstöðu.“

Að því gefnu að nýjar samþykktir verði samþykktar verður kosið miðað við breytt ákvæði á þessum aðalfundi. Þannig verði kosið um formann til eins árs og þrír meðstjórnendur til tveggja ára. Um leið leggur stjórn til að núverandi varamaður sem á eftir eitt ár af kjörtímabili sínu verði meðstjórnandi fram að næsta aðalfundi. Eftir það verði fylgt ákvæðum greinarinnar við kosningu.

Stjórn óskar eftir framboðum í viðkomandi embætti, tilkynna þarf um framboð að minnsta kosti viku fyrir aðalfundinn, í síðasta lagi 2. apríl 2019. Áhugasamir eru beðnir um að ræða við Randver Fleckenstein ([email protected]) formann kjörstjórnar.

f.h. stjórnar


Hrönn Ingólfsdóttir
Formaður

Comments are closed.