Nýr Loftslagsmælir Festu

Ný útgáfa af Loftslagsmæli Festu hefur verið gefin út. Loftslagsmælir Festu er reiknivél sem auðveldar rekstraraðilum, bæði fyrirtækjum, og stofnunum að meta losun sína á gróðurhúsalofttegundum. Sérfræðingahópur Festu fylgist með nýjungum og uppfærir Loftslagsmælinn reglulega. Markmið Festu með Loftslagsmælinum er að þróa faglegt mælitæki sem öll íslensk fyrirtæki, stofnanir og sveitafélög geta sammælst um að nota til að styðja við markmið okkar um að verða kolefnishlutlaus árið 2040.

 

Comments are closed.