Kosningar og breytingatillögur á aðalfundi Festu

Nú er ljóst að kosið verður um stjórnarsetu og lagðar verða fram tillögur um breytingar á samþykktum á aðalfundi Festu sem fer fram fimmtudaginn 27. apríl 2017 kl. 16-18 í Háskólanum í Reykjavík.

Fjórir eru í framboði um þrjú sæti aðalmanna og einn er í framboði um eitt sæti varamanns:

Í framboði til aðalmanna:
Auðun Freyr Ingvarsson, Félagsbústöðum
Hrönn Ingólfsdóttir, Isavia
Sæmundur Sæmundsson, Sjóvá
Þorsteinn Kári Jónsson, Marel

Í framboði til varamanns er Randver Fleckenstein, Valitor og sem fulltrúi háskóla sem hýsir Festu er Hrefna Sigríður Briem, Háskólanum í Reykjavík.

Kosið er til tveggja ára í senn. Þessar voru kosnar í fyrra og munu sitja áfram:

Aðalmenn:
Fanney Karlsdóttir, Novomatic Lottery Solutions
Jóhanna Harpa Árnadóttir, Landsvirkjun

Varamaður er Rósbjörg Jónsdóttir, Cognitio

Á dagskrá aðalfundarins eru annars hefðbundin aðalfundarstörf:

1) Skýrsla stjórnar
2) Reikningar liðins reikningsárs
3) Breytingar á samþykktum félagsins
4) Skipan í stjórn
5) Kjör skoðunarmanns reikninga
6) Önnur mál

Á aðalfundinum mun stjórn jafnframt leggja fram tillögur til breytinga á samþykktum félagsins sem miða að því að jafna út vægi stofnfélaga og annarra félaga í Festu.Breytingatillögurnar má nálgast hér: Samþykktir Festu Breytingatillögur 2017.

Skráning á aðalfundinn fer fram hér.

Comments are closed.