Breytingar samþykktar á aðalfundi

Á aðalfundi Festu þann 27.4.2017 voru þrír nýir aðalmenn kosnir í stjórn, breytingar samþykktar á samþykktum félagsins og á árgjaldi.

Finnur Sveinsson, fráfarandi formaður, fór yfir starfsemi Festu árið 2016 og benti á að mikill vöxtur hafi verið á starfseminni. Félögum fjölgaði og voru um árslok 88 talsins. Viðburðum og verkefnum fjölgaði til muna og þátttakendur sömu leiðis. Alls voru haldnir 26 fræðsluviðburðir og þar af 12 um loftslagsmarkmið fyrirtækja. Einnig var farið af stað með hvatningarverkefnið Ábyrg ferðaþjónusta með Íslenska ferðaklasanum í samstarfi við aðila ferðaþjónustunnar. Nánar er farið yfir starfsemi ársins í ársskýrslu Festu: Festa Ársskýrsla 2016

Framkvæmdastjóri, Ketill Berg Magnússon, fór yfir fjárhagslega afkomu Festu. Tekjur voru kr. 22 m.kr. og kostnaður kr. 15 m.kr. Afgangur varð því af rekstrinum í fyrsta sinn og skýrist það af fjölgun félaga auk auknum tekjum af fræðslustarfsemi í tengslum við loftslagsmarkmið fyrirtækja og minni kostnaði. Niðurstaðan var betri en vonir stóðu til og hefur rekstur Festu náð því jafnvægi sem stefnt var að eftir að stofnfélögin lögðu til stofnframlög fyrstu árin. Ársreikningur Festu hefur verið endurskoðaður af Invikta, endurskoðun ráðgjöf og bókhald, auk þess sem félagslegur skoðunarmaður hefur farið yfir reikninginn og samþykkt hann.

Aðalfundurinn kaus þrjá nýja stjórnarmenn til tveggja ára, þau Hrönn Ingólfsdóttur frá Isavia, Sæmund Sæmundsson frá Sjóvá og Þorstein Kára Jónsson frá Marel.  Randver Fleckenstein frá Valitor var sjálfkjörinn varamaður til tveggja ára og sem fulltrúi háskóla sem hýsir Festu var tilnefnd Hrefna Sigríður Briem frá Háskólanum í Reykjavík.

Stjórn Festu 2016-2017 skipa því:

Aðalmenn:
Fanney Karlsdóttir, Novomatic Lottery Solutions, formaður
Þorstein Kára Jónsson, Marel, varaformaður
Jóhanna Harpa Árnadóttir, Landsvirkjun, meðstjórnandi
Hrönn Ingólfsdóttir, Isavia, meðstjórnandi
Sæmundur Sæmundsson, meðstjórnandi

Varamenn:
Randver Fleckenstein. Valitor
Rósbjörg Jónsdóttir, Cognitio

Fulltrúi háskóla sem hýsir Festu er Hrefna Sigríður Briem frá Háskólanum í Reykjavík

Á aðalfundinum var tillaga stjórnar um breytingar á samþykktum Festu samhljóða samþykkt. Breytingarnar miða fyrst og fremst að því að jafna vægi stofnfélaga og annara félaga í Festu í stjórn félagsins. Samþykktir Festu er að finna hér á vef félagsins.

Samþykktar voru breytingar á árgjöldum Festu. Tekið var mið af verðlagsbreytingum undanfarinna ára, en árgjöld Festu höfðu ekki breyst síðan árið 2013.

Fyrirtæki með yfir 200 starfsmenn, árgjald hækkar úr kr. 350.000 í kr. 380.000.
Fyrirtæki með 50 til 199 starfsmenn, árgjald hækkar úr kr. 175.000 í kr. 200.000
Fyrirtæki með 10 til 49 starfsmenn, hækkar úr kr. 125.000 í kr. 135.000.
Fyrirtæki með 2 – 9 starfsmenn, hækkar úr kr. 75.000 í kr. 80.000.
Einyrkjar eða félagasamtök, helst óbreytt kr. 40.000.

Í lokin voru Aðalheiði Snæbjarnardóttur, Finni Sveinssyni og Svavari Svavarssyni þökkuð vel unnin störf í stjórn Festu.

Fundarstjórn var í höndum Svövu Arnardóttur og fundarritari var Arna Björk Gunnarsdottir en þær koma báðar frá fundarþjónustu JCI.

Comments are closed.