Festa leitar að verkefnastjóra

Vilt þú efla samfélagsábyrgð fyrirtækja?

Verkefnum Festu og aðildarfélögum hefur fjölgað hratt að undanförnu og því leitum við að framúrskarandi einstaklingi í hálft starf til að miðla upplýsingum um og skipuleggja viðburði um samfélagsábyrgð fyrirtækja. Um er að ræða verkefnastjóra sem getur unnið sjálfstætt og í góðu samstarfi við framkvæmdastjóra, félaga og samstarfsaðila Festu.

Helstu verkefni

  • Umsjón með vef og samfélagsmiðlum
  • Skipulagning og umsjón með fræðsluviðburðum og fundum
  • Samskipti við aðildarfélög og samstarfsaðila
  • Dagleg skrifstofustörf

Menntun og hæfniskröfur
Leitað er að kraftmiklum og skipulögðum einstaklingi með háskólamenntun sem nýtist í starfinu og áhuga á samfélagsábyrgð fyrirtækja. Reynsla af þjónustustjórnun á fyrirtækjamarkaði, viðburðastjórnun og miðlun upplýsinga eru kostir. Samskiptafærni, skipulögð vinnubrögð og lipur textavinnsla er mikilvæg hæfni.

Um Festu
Framtíðarsýn Festu er að íslensk fyrirtæki verði þekkt fyrir samfélagsábyrgð sína, ábyrga umgengni um náttúruna og þann ávinning sem þau skapa fyrir samfélagið.

Hlutverk Festu er að efla samfélagsábyrgð íslenskra fyrirtækja, auka vitund í samfélaginu og hvetja til samstarfs og aðgerða á þessu sviði.

Þau gildi sem Festa hefur að leiðarljósi í öllum sínum störfum eru trúverðugleiki, þekkingarmiðlun og samvinna.

Mikið af verkefnum Festu eru unnin í nánu samstarfi við félög og fyrirtæki. Þetta er verkefnamiðuð vinna þar sem sett eru skýr markmið og gjarnan farnar ótroðnar slóðir til að tengja saman ólíka þekkingu og færni fólks til að skapa lausnir á mikilvægum áskorunum á sviði sjálfbærni og samfélagsábyrgð fyrirtækja.

Festa er staðsett í Háskólanum í Reykjavík við Nauthólsvík. Þar er vinnuaðstaða mjög góð. Bjart og opið húsnæði þar sem fjöldi nemenda og fræðimanna vinnur á ólíkum sviðum. Stutt er í náttúruperlurnar Nauthólsvík og Öskjuhlíð, auk þess sem skólinn er staðsettur við hjólastíginn við suðurströnd Borgarinnar. Líkamsrækt er á staðnum og góð aðstaða fyrir hjólreiðafólk.

 

Umsóknir ásamt ferilsskrá sendist á netfangið [email protected] fyrir 10. september og miðað er við að viðkomandi hefji störf 1. Október.

Nánari upplýsingar er að finna á www.festasamfelagsabyrgd.is eða með því að hafa samband við Ketil Berg Magnússon, framkvæmdastjóra Festu í síma 599 6600

Comments are closed.