Stefnumótun stjórnar Festu í sumar

Áfram kraftur í starfi Festu

Stjórn Festu kom saman í sumar til að leggja línurnar fyrir starfið á komandi vetri. Fylgja á eftir þeim mikla krafti sem verið hefur í starfinu. Skerpt var á fókusnum og verkefnum forgangsraðað svo áfram verði stutt við fyrirtæki sem vilja innleiða samfélgasábyrgð í starfsemi sína. Til hliðsjónar voru meðal annars hafðar niðurstöður viðhorfskönnunar meðal tengiliða Festu sem framkvæmd var í vor. Þar voru 96% svarenda ánægðir með starfsemi Festu. Fram komu hagnýtar vísbendingar, t.d. um að auka mætti sýnileika Festu í samfélaginu og auglýsa viðburði með lengri fyrirvara. 

Framtíðarsýn Festu

Íslensk fyrirtæki eru þekkt fyrir samfélagsábyrgð sína, ábyrga umgengni um náttúruna og þann ávinning sem þau skapa fyrir samfélagið.

Hlutverk Festu er að efla samfélagsábyrgð íslenskra fyrirtækja, auka vitund í samfélaginu og hvetja til samstarfs og aðgerða á þessu sviði.

Gildi Festu, sem hafa skal að leiðarljósi í öllum störfum félagsins eru Trúverðugleiki, Þekkingarmiðlun og Samvinna.

Viðskiptalíkan og virðisauki

Stuðst var við svokallaða Business Canvas aðferðafræði við að greina hentugt viðskiptalíkan fyrir félag eins og Festu og sérstaklega var skoðað hvernig Festa gæti fært aðildarfélögum sínum virðisauka. Áfram verður áhersla Festu þrískipt, í fyrsta lagi að miðla þekkingu og hagnýtum upplýsingum um samfélagsábyrgð, í öðru lagi að standa fyrir fræðslu- og upplýsingaviðburðum á sviði samfélagsábyrgðar og sjálfbærni fyrirtækja og í þriðja lagi að hvetja til samstarfs og skýrrar stefnumótunar í samfélaginu um samfélagsábyrgð.

Forgangsverkefni Festu

Aðildarfélög Festu eru nú að nálgast 100 talsins. Áfram verða í forgangi stór verkefni sem Festa hefur í samstarfi við góða aðila ráðist í á undanförnum misserum. – Loftslagsmarkmið fyrirtækja sem Festa og Reykjavíkurborg halda utan um og rúmlega eitt hundrað fyrirtæki taka þatt í.
– Ábyrg ferðaþjónusta sem Festa framkvæmir með Íslenska ferðaklasanum, í samstarfi við aðila ferðaþjónustunnar og undir verndarvæng forseta Íslands.
– Árangursmæling á SÁ fyrirtækja. Ákveðið var að setja enn meiri kraft í hvatningu og stuðning við fyrirtæki um að mæla og birta árangur sinn á sviði samfélagsábyrgðar.
– Ábyrgar fjárfestingar er nýtt verkefni sem Festa stefnir á að vinna að í samstarfi við stærri fjárfesta á Íslandi.
– Heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna
verða í fókus hjá Festu og verða þau kynnt fyrir fyrirtækjum og þau hvött til að innleiða þau í sína viðskiptastefnu.
Önnur verkefni sem Festa mun sinna eru samfélagsábyrgð í íslenskum sjávarútvegi, sveitafélögum og iðnaði, auk ábyrgrar virðiskeðjuhugsunar og markaðssetningar. Auk þess mun Festa vinna að vinna verkefni með Reykjavíkurborg um aðgengi, þátttöku og fjölbreytileika í atvinnulífinu.

Miðlun

Áhersla verður á að nýta vef Festu og jafnframt þá möguleika sem samfélagsmiðar veita til að miðla fréttum og sögum af samfélagsábyrgð á Íslandi og í löndunum sem við berum okkur saman við. Birtar verða reglulega færslur á Facebook síðu Festu. Fréttabréf Festu verður sent út einu sinni í mánuði yfir vetrarmánuðina og auka á sýnileika í fjölmiðlum meðl annars með greinaskrifum.

Innra starf og fjölgun

Áfram er stefnt að fjölgun aðildafélaga. í Vetur mun Festa skerpa á helstu ferlum, til dæmis með gátlistum og verklýsingum. Ákveðnum fjármálaferlum verður úthýst til að auka skilvirkni. Í haust verður ráðinn verkefnastjóri í hálft starf til að sinna miðlun, viðburðastjórnun og verkefnastjórn.

Viðburðadagskrá

Festa leggur áherslu á að bjóða uppá fjölbreytta fræðslu- og umræðudagskrá og hefur sett rúmlega 20 viðburði á dagskrá fram að jólum. Skoða má viðburðina á fræðsludagatali hér á vef Festu.

 

Comments are closed.