Tengslafundur hjá VIRK

Á tengslafundum Festu hittast tengiliðirnir og skiptast á reynslu og þekkingu á samfélagsábyrgð — og hvernig hægt sé að innleiða samfélagsábyrgð í rekstur fyrirtækja. Þetta er mikilvægur vettvangur — og við hvetjum sem flesta til þess að mæta.

Tími: Miðvikudagur, 27. febrúar, kl. 11.30-13.00.

Staður: VIRK, Guðrúnartúni 1, 105 Reykjavík.

Fyrir hverja: Tengiliði aðildarfélaga Festu — einn frá hverju félagi.

Dagskráin er einföld, við byrjum á að fá stutta kynningu frá gestgjafanum um samfélagsábyrgð hjá VIRK og vitundarvakningarverkefninu Er brjálað að gera? Að því loknu ræðum við þau málefni sem eru efst á baugi í sjálfbærni og samfélagsábyrgð fyrirtækja og stofnana.

VIRK býður uppá léttan hádegisverð.

Skráðu þig hér

Comments are closed.