Janúarráðstefna Festu 2019

Janúarráðstefna Festu er haldin í sjötta sinn fimmtudaginn, 17. janúar 2019 í Silfurbergi, Hörpu. Janúarráðstefna Festu er stærsti viðburður ársins á sviði sjálfbærni og samfélagsábyrgðar fyrirtækja en þar koma saman sérfræðingar og leiðtogar úr atvinnulífinu og fjalla um ávinningin sem hlýst af innleiðingu slíkrar stefnumótunar. Tryggðu þér miða — síðast var uppselt.

Yfirskriftin að þessu sinni er „Viðskiptamódel fyrir nýjan veruleika“ og áherslan er á nýsköpun með samfélagsábyrgð að leiðarljósi. Fókusinn er á hvernig fyrirtæki og stofnanir geta nýtt hugmyndafræði um sjálfbærni og samfélagsábyrgð til þess að skapa meira virði.

Hvenær: 17. janúar 2019 kl. 08.30-12.15
Hvar: Harpa, Silfurberg
Fyrir hverja: Stjórnendur fyrirtækja, áhugasama og áhrifavalda um samfélagsábyrgð

Dagskrá

8.30 Skráning og morgunmatur

9.00 Opnunarávarp
Hrönn Ingólfsdóttir, formaður Festu

09.10 Hvernig stöndum við okkur?
Gísli Steinar Ingólfsson, framkvæmdastjóri EMC rannsókna, ræðir niðurstöður rannsóknar um viðhorf landsmanna til samfélagslegrar ábyrgðar íslenskra fyrirtækja.

9.30 Þrjár umræðustofur

A – Ný viðskiptamódel
Hvers konar viðskiptamódel styður við sjálfbærni?

B – Breytingastjórnun
Hvernig á að virkja starfsfólk í innleiðingu á nýju viðskiptamódeli?

C – Ábyrgar fjárfestingar
Ábyrgar fjárfestingar ýta undir sjálfbærni.

11.00 Hlé

11.15 Kasper Larsen, KLS PurePrint
Nýtt viðskiptamódel fyrir nýjan veruleika.
Danska prentsmiðjan KLS PurePrint innleiddi nýtt viðskiptamódel með sjálfbærni og samfélagsábyrgð að leiðarljósi til þess koma til móts við nýjar kröfur og nýjan veruleika. Dæmisaga sem íslensk fyrirtæki geta tengt við.

11.45 Hrefna Sigfinnsdóttir, stjórnarform. IcelandSIF
Ábyrgar fjárfestingar eru mikilvægt hreyfiafl.
Hvaða straumar og stefnur eru í ábyrgum fjárfestingum — og hvað er að gerast í löndunum í kringum okkur?

Fundarstjóri: Hrund Gunnsteinsdóttir.

Almennt ráðstefnugjald er kr. 22.900.-

Kaupa miða – almennt gjald

 

Starfsmenn aðildarfélaga í Festu greiða kr. 15.900.-

Kaupa miða – félagar í Festu

Comments are closed.