Fjárfest í framtíðinni

Í umræðunni um samfélagsábyrgð er aðallega rætt um ábyrgð fyrirtækja gagnvart náttúru og samfélagi. Almenningur hefur verið hreyfiafl í þessum efnum þar sem kröfur um siðferðislega viðskiptahætti, dýra- og náttúruvernd verða sífellt háværri. Stjórnvöld geta einnig haft áhrif með lagasetningu svo sem jafnlaunastaðli en samfélagsábyrgð fyrirtækja fer hátt í stjórnarsáttmála nýrrar ríkisstjórnar.

Neytendur og stjórnvöld eru þó ekki eini hópurinn sem getur haft áhrif á samfélagsábyrgð fyrirtækja. Fjárfestar virðast oft gleymast í umræðunni en ábyrgar fjárfestingar gætu haft gríðarleg áhrif á viðskiptahætti og nýsköpun hér á landi.

Ef fjárfestar láta sig varða samfélags- og umhverfismál í ákvarðantöku um fjárfestingar, huga að siðfræði og sjálfbærni, myndi skapast aukinn þrýstingur á fyrirtæki til að vera aðlaðandi fjárfesting.

Raunar hafa fjárfestar þegar í auknum mæli kallað eftir upplýsingum um stefnu fyrirtækja í samfélagsábyrgð og sjálfbærni en ákveðin vitundarvakning hefur átt sér stað síðustu ár. Kauphöllin lagði t.a.m. nýlega fram ítarlegar leiðbeiningar til útgefenda verðbréfa um birtingu á upplýsingum um stefnu þeirra um ábyrgar fjárfestingar og samfélagsábyrgð. Í lok árs 2017 voru auk þess stofnuð Samtök um ábyrgar fjárfestingar og er tilgangur þeirra að stuðla að aukinni þekkingu og umræða um aðferðafræði sjálfbærra og ábyrgra fjárfestinga.

Á Janúarráðstefnu Festu sem ber yfirheitið – Ábyrgð er arðsöm – fjalla ræðumenn frá fjárfestingarsjóðum og Kauphöllinni þróun ábyrgra fjárfestinga á Íslandi á spennandi umræðustofu. Hægt er að skrá sig á ráðstefnuna hér að neðan.

Hér er hægt að ráðast í nokkrar aðgerðir til að taka þetta lengra. Fjárfestingarsjóðir gætu stutt við samfélagsfrumkvöðla, það eru fjölmög sjálfbærniverkefni sem við þurfum að leysa næstu árin sem þar sem þarf nýjar hugmyndir og ferska frumkvöðla til að koma með ný fyrirtæki og nýjar uppfinningar.

Íslenska ríkið gæti einnig gert þá kröfu um að erlendir fjárfestar sem hingað koma til að fjárfesta séu með ábyrga fjárfestingastefnu svo að fjármagnið sem kemur inn í landið verði öllum til góðs – ekki bara fáum. Stjórnvöld gætu auk þess veitt fjárfestingum til samfélagsverkefna skattaafslátt, líkt og kvikmyndafyrirtæki geta fengið VSK endurgreiddan í ákveðnum aðstæðum.

Þótt umræðan sé farin á stað hérlendis er hún enn á byrjunarstigi miðað við margar nágrannaþjóðir okkar og augljóst að mikið er framundan í þessum efnum. Ef við gerum þetta rétt ætti samspil ábyrgra fjárfestinga og stefnumótun fyrirtækja að tryggja betur fjárfestingar til framtíðar samhliða bættu umhverfi og samfélagi.

Skráðu þig á Janúarráðstefnu Festu í dag:

Almennt gjald er kr. 21.900.-

Kaupa miða – almennt gjald

 

Starfsmenn aðildarfélaga í Festu greiða kr. 14.900.-

Kaupa miða – félagagjald

 

Comments are closed.