Nýr formaður Festu

Nýr formaður og tvær nýjar í stjórn Festu

 

Á aðalfundi Festu þann 25. apríl 2018 voru tvær nýjar konur kosnar í stjórn. Annars vegar Erna Eiríksdóttir, fyrir hönd Eimskipa, sem kosin var aðalmaður og hins vegar Berglind Sigmarsdóttir, doktorsnemi, sem kosin var varamaður. Jafnframt var Jóhanna Harpa Árnadóttir frá Landsvirkjun endurkjörin sem aðalmaður. Sjórn hefur skipt með sér verkum og  var Hrönn Ingólfsdóttir, forstöðumaður verkefnastofu hjá Isavia kjörinn formaður Festu og Þorsteinn Kári Jónsson, verkefnastjóri hjá Marel varaformaður.

Stjórn Festu skipa því eftirtaldir aðilar næsta starfsárið:

Aðalmenn:
– Erna Eiríksdóttir, Eimskip
– Hrefna Sigríður Briem, Háskólanum í Reykjavík
– Hrönn Ingólfsdóttir, Isavia
– Jóhanna Harpa Árnadóttir, Landsvirkjun
– Sæmundur Sæmundsson, Borgun
– Þorsteinn Kári Jónsson, Marel

Varamenn
– Berglind Sigmarsdóttir, doktorsnemi í HÍ
– Ranver Fleckenstein, Valitor

Í máli Fanneyjar Karlsdóttur, fráfarandi formanns Festu kom fram að starfsemin var afar blómleg árið 2017. Félagar voru orðnir 93 talsins í lok ársins auk á fjórða hundrað fyrirtækja sem taka með formlegum hætti þátt í verkefnum félagsins. Alls stóð Festa fyrir 39 viðburðum á árinu um ýmsa fleti samfélagsábyrgða fyrirtækja og þangað komu tæplega 2.800 gestir. fjölmannasti viðburður ársins er Janúarráðstefna Festu sem haldin var í Hörpu. Stærstu einstöku verkefni Festu eru Loftslagsverkefni Festu og Reykjavíkurborgar og Ábyrg ferðaþjónusta, hvatningarverkefni sem Festa framkvæmir ásamt Íslenska ferðaklasanum í samstarfi við alla aðila ferðaþjónustunnar. Hjá Festu starfar framkvæmdarstjóri og seinni hluta ársins var ráðinn verkefnastjóri í miðlun og viðburðastórnun í hálft starf. Ársskýrslu Festu má sjá hér, en hún er jafnframt er framvinduskýrsla í Global Compact, sáttmála Sameinuðu þjóðanna um samfélagsábyrgð.

Ketill Berg Magnússon, framkvæmdastjóri Festu fór yfir fjárhag ársins, en félagið velti tæpum 23 m.kr. á árinu og var hagnaður af rekstrinum tæpar þrjár milljónir. Sjá hér ársreikning Festu.

Aðalfundurinn samþykkti breytingar á siðareglum Festu en við þær var bætt ákvæðum um jafnrétti og þagmælsku.

Úr stjórninni gengu Fanney Karlsdóttir, fráfarandi formaður og Rósbjörg Jónsdóttir, hjá Cognitio. Eru þeim færðar bestu þakkir fyrir óeigingjarnt og faglegt starf í þágu Festu.

Ný stjórn hefur skipt með sér verkum. Hrönn Ingólfsdóttir, forstöðumaður verkefnastofu hjá Isavia er nýr formaður Festu og Þorsteinn Kári Jónsson, verkefnastjóri hjá Marel er varaformaður.

 

 

 

 

 

Comments are closed.