Festa auglýsir eftir framkvæmdastjóra

Festa – miðstöð um samfélagsábyrgð óskar eftir að ráða framkvæmdastjóra til starfa.

Leitað er að kraftmiklum einstaklingi sem brennur fyrir samfélagsábyrgð. Framkvæmdastjóri er málsvari samtakanna og ber ábyrgð á daglegum rekstri og stjórnun. Eins og fram hefur komið mun núverandi framkvæmdstjóri Festu, Ketill Berg Magnússon, látið vita að hann vilji breyta til í haust svo æskilegt er að viðkomandi geti hafið störf sem fyrst.

Starfssvið framkvæmdastjóra:
  • Daglegur rekstur og stjórnun samtakanna
  • Virk þátttaka í stefnumótun og innleiðingu stefnu
  • Skipulagning og umsjón með viðburðum á vegum félagsins
  • Regluleg samskipti við aðildarfélög, fjölmiðla og hagaðila
Menntunar- og hæfniskröfur:
  • Háskólapróf sem nýtist í starfi er skilyrði
  • Umfangsmikil þekking á samfélagsábyrgð
  • Öflugt tengslanet
  • Starfsreynsla sem nýtist í starfi
  • Leiðtoga-, samskipta- og skipulagshæfileikar
  • Hæfni til að tjá sig í ræðu og riti á íslensku og ensku
  • Frumkvæði, drifkraftur og metnaður

Umsóknarfrestur er til 24. júní nk. og eru áhugasömum bent á að hafa samband við Katrínu S. Óladóttur hjá Hagvangi, [email protected]. Umsóknir óskast fylltar út á www.hagvangur.is. Umsóknum skal fylgja ítarleg ferilskrá og kynningarbréf.

Comments are closed.