Styðja Parísarsamkomulagið um loftslagsmál

Festa og Reykjavíkurborg og íslensk fyrirtæki styðja við Parísarsamkomulagið ásamt fjölda aðila um allan heim

Stuðningur við Parísarsamkomulagið um aðgerðir til lausnar loftslagsvanda

Í dag lofuðu borgir, sveitafélög, fyrirtæki og fjárfestar um allan heim að þau muni vinna í anda Parísarsamkomulagsins um loftslagsmál sem samþykkt var í síðustu viku og flýta fyrir þeim aðgerðum sem nauðsynlegar eru til að mæta áskorunum okkar í loftslagsmálum.

Parísaryfirlýsingin um aðgerðir (L’Appel de Paris), sameinar áður óþekktan fjölda ólíkra radda í einni sameiginlegri yfirlýsingu:

„Við fögnum nýju, alþjóðlegu loftslagssamkomulagi frá COP 21 loftslagsráðstefnunni í París, sem er mikilvægt skref í átt að lausn á loftslagsvandanum. Við lýsum yfir stuðningi til að tryggja að markmiðum samkomulagsins verði náð eða gert verði enn betur …“

Þessi tímamótayfirlýsing gefur skýrt merki um að skilaboðin í loftslagssamkomulaginu heyrist hátt og skýrt og allir aðilar eru nú tilbúnir og viljugir til að standa saman með ríkisstjórnum til að framfylgja samkomulaginu. Þetta er besta tækifærið sem við höfum fengið til að koma í veg fyrir að meðalhiti jarðar hækki um minna en 2 gráður, og til að setja fram metnaðarfyllri markmið jafnvel áður en samkomulagið tekur gildi árið 2020.

Parísaryfirlýsingin hefur nú þegar verið undirrituð af yfir 400 fyrirtækjum og 120 fjárfestum sem velta samtals um 11 billjón USD (e. 11 trillion USD). Þar er einnig að finna 150 borgir og héröð þar sem búa yfir 150 milljónir manna.

Festa, Reykjavíkurborg og fjölmörg íslensk fyrirtæki eru í þeim stóra hópi sem styðja við Parísaryfirlýsinguna. Í þessum hópi eru einnig fjölmörg alþjóðleg fyrirtæki eins og Unilever, Acciona, Allianz, Tata, Kellog’s, og Mars; stórborgir eins og New York, Jóhannesarborg, Jakarta og Mexíkóborg; héröð eins og Cross River State (Nigeríu) og Rio de Janeiro ríki (Brasilíu).

Þess má geta að áður höfðu 103 íslensk fyrirtæki þegið boð Festu og Reykjavíkurborgar um að skrifa undir yfirlýsingu um markmið í loftslagsmálum í Höfða þann 16. nóvember síðastliðinn. Íslensku fyrirtækin munu vinna að markmiðum sínum næstu mánuði með stuðningi Festu og birta markmiðin opinberlega fyrir 30. júní 2016.

 

Nánar um loftslagsyfirlýsingu 103 fyrirtækja ásamt Reykjavíkurborg og Festu:

Frétt um Reykjavíkuryfirlýsinguna: https://old.samfelagsabyrgd.is/frettir/fjoldi-fyrirtaekja-skrifar-undir-loftslagsyfirlysingu

 

Nánar um Parísaryfirlýsinguna (L’Appel de Paris / Paris Pledge for Action)

Parísaryfirlýsingin (L’Appel de Paris / Paris Pledge for Action) tengir saman hundruð aðila annarra en ríkisstjórna alls staðar að úr heiminum til stuðning Parísarsamkomulaginu um loftslagsmál. Parísaryfirlýsingin er studd af forystu Frakka á Loftslagsráðstefnunni í París COP21 og er í umsjá University of Cambridge Institute for Sustainability Leadership.

 

Lesið yfirlýsinguna: www.parispledgeforaction.org/read

Hverjir hafa skrifað undir: www.ParisPledgeForAction.org/whos-joined/

Skrifaðu undir: www.ParisPledgeForAction.org/sign

Post a comment