Aðalfundur Festu þann 13. apríl 2016

Hérmeð er boðað til aðalfundar Festu. Hann fer fram miðvikudaginn 13. apríl kl. 16-18 í Háskólanum í Reykjavík, þriðju hæð.

Á dagskrá aðalfundarins eru hefðbundin aðalfundarstörf:

1) Skýrsla stjórnar

2) Reikningar liðins reikningsárs

3) Breytingar á samþykktum félagsins

4) Skipan í stjórn

5) Kjör skoðunarmanns reikninga

6) Önnur mál

Óskað er eftir framboðum til stjórnar Festu. Þeir félagar hafa kjörgengi og kosningarétt sem eru skuldlausir við félagið viku fyrir aðalfund. Kosið verður um tvo aðalmenn til tveggja ára og einn varamann til tveggja ára.

Áhugasamir eru beðnir að ræða við Rögnu Söru Jónsdóttur, fráfarandi varaformann ([email protected]) og Pétur Þ. Óskarsson, fyrrverandi stjórnarmann í Festu ([email protected]), en þau mynda uppstillinganefnd fyrir aðalfundinn.

Breytingatillögur á samþykktum þurfa að hafa borist formanni eða framkvæmdastjóra í tölvupósti fyrir 23. mars.

Samþykktir félagsins má finna á vef Festu.

Skráning á aðalfundinn fer fram hér.

Post a comment