Hvatningarverkefni um ábyrga ferðaþjónustu

Festa og Íslenski ferðaklasinn bjóða fyrirtækjum að skrifa undir sameiginlega yfirlýsingu um ábyrga ferðaþjónustu. [/paragraph]

Festa – miðstöð um samfélagsábyrgð og Íslenski ferðaklasinn, í samstarfi við félög og stofnanir ferðaþjónustunnar, vilja bjóða íslenskum ferðaþjónustufyrirtækjum að sammælast um nokkrar skýrar og einfaldar aðgerðir um ábyrga ferðaþjónustu.

Ábyrg ferðaþjónsta er hvatningarverkefni og er tilgangur verkefnisins er að stuðla að því að Ísland verði ákjósanlegur áfangastaður ferðamanna um ókomna tíð sem styður við sjálfbærni fyrir komandi kynslóðir þjóðarinnar. Með ábyrgri ferðaþjónustu er átt við að fyrirtækin axli ábyrgð á þeim afleiðingum sem rekstur þeirra hefur á umhverfið og samfélagið.

Öll fyrirtæki í ferðaþjónustu og skyldri starfsemi á Íslandi geta tekið þátt í verkefninu með því að skrifa undir fjögur einföld loforð um ábyrgð í umhverfismálum og gagnvart samfélaginu. Með yfirlýsingunni heita fyrirtækin að setja sér markmið og áætlun um málefnin í störfum sínum. Festa og ÍF bjóða uppá fræðslu á næsta ári til að auðvelda fyrirtækjum að setja sér markmið. Aðild að undirskriftinni er fyrirtækjunum að kostnaðarlausu og þátttaka í fræðsludagskrán verkefnisins er í boði á kostnaðarverði.

Þátttaka í Ábyrgri ferðaþjónustu gerir það auðveldara fyrir ferðaþjónustufyrirtæki af öllum stærðum og gerðum að sýna ábyrgð sína verki gagnvart umhverfinu og samfélaglinu.

Nánari upplýsingar um Ábyrga ferðaþjónustu, yfirlýsinguna og skráningarform er að finna á vef Festu hér.

Comments are closed.