Uppskeruhátíð Ábyrgrar ferðaþjónustu

Uppskeruhátíð verkefnisins – Ábyrg ferðaþjónusta – var haldin á Icelandair Hotel Reykjavík Natura 7. Desember.

Ráðherra ferðamála, Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir, hóf fundinn með ávarpi og brýndi mikilvægi samvinnu ferðaþjónustufyrirtækja, samtaka og yfirvalda í málaflokknum.

Aðalfyrirlesari að þessu sinni var framkvæmdarstjóri ferðaskrifstofunnar Kontiki Reisen, Bruno Bisig, en hann miðlaði reynslu sinni af sjálfbærri ferðaþjónustu á norðurslóðum og útskýrði hvernig hann telur að ferðaþjónusta á Íslandi verði að þróast á næstu árum.

Fundinum var streymt beint fyrir þá sem ekki komust en upptöku og myndir af fundinum má finna á Facebook síðu Festu.

Viðtöl voru tekin við bakhjarla verkefnisins fyrir fundinn en það má einnig finna í heild sinni á Facebook síðu Festu.

Dagskrá og fyrirlestra fundarins má finna hér að neðan:
14.30   Ávarp ráðherra, Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir, ferðamála, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra
14.40  Aðalræðumaður: Bruno Bisig, CEO of Kontiki Reisen: Why is Resonsible Tourism important for Iceland?
15:10   Þrjú íslensk fyrirtæki kynna hvernig þau hafa innleitt ábyrga ferðaþjónustu í sinn rekstur:
Friðheimar, Rakel Theodórsdóttir, markaðs- og gæðastjóri
Isavia, Hrönn Ingólfsdóttir, forstöðumaður Verkefnastofu
Hey Iceland, Berglind Viktorsdóttir, gæðastjóri
16:00   Samræðustofa
– Helga Árnadóttir, framkvæmdastjóri SAF
– Inga Hlín Pálsdóttir, forstöðumaður hjá Íslandsstofu
– Páll Guðmundsson, framkvæmdastjóri Ferðafélags Íslands
– Kristjana Milla Snorradóttir, verkefnastjóri hjá Nordic Visitor
16:30   Hanastél

Einnig bauðst fyrirtækjum að kynna samfélagsábyrgðarstefnu og verkefni sín með skjákynningu.

Comments are closed.