Sjálfbærni er arðsöm

Það er okkur flestum orðið ljóst að ekki er hægt að ganga endalaust á náttúru okkar. Hún er takmörkuð auðlind. Meirihluti fólks er farið að huga að áhrifum sínum á nærumhverfi og náttúru og brugðist við þeim t.a.m. með því að flokka heimilissorp og hjóla í vinnunna. Fyrirtæki eru einnig í auknum mæli farin að horfa á áhrif sín á náttúruna og sífellt fleiri fyrirtæki setja sér metnaðarfull og mælanleg markmið hvað varðar sjálfbærni.

Á Janúarráðstefnu Festu sem ber yfirheitið „Ábyrgð er arðsöm” munu stjórnendur frá norræna lyfjafyrirtækinu Novo Nordisk og alþjóðlega gosrisanum Coca Cola fjalla um innleiðingu sjálfbærni í viðskiptastefnu þeirra. Áhugavert verður að sjá hvernig svo ólík fyrirtæki vinna að þessum málaflokki.

Bæði fyrirtækin eiga það sameiginlegt að flétta samfélagsábyrgð inn í viðskiptastefnu sína svo að reksturinn gangi betur til lengri tíma, á sama tíma og þau vilja bæta samfélagið.

Íslensk fyrirtæki hafa líka stigið skref í átt að samfélagsábyrgð. HB Grandi hefur t.d. unnið markvisst undanfarin ár í auka sjálfbærni í starfsemi sinni stigið stór skref til að umgangast lífríki sjávar af virðingu svo komandi kynslóðir geti notið hennar áfram. Svipaða sögu má segja um mörg þau íslensku fyrirtæki sem undanfarin misseri hafa sett sér loftslagsmarkmið um að minnka losun gróðurhúsalofttegunda og úrgangs, eða ferðaþjónustufyrirtæki sem sett hafa mælanleg markmið um ábyrga ferðaþjónustu.

Á ráðstefnunni verður auk þess umræðustofa þar sem forstjórar ólíkra fyrirtækja og samtaka ræða hvernig þessi málaflokkur hefur verið innleiddur hjá þeim og hvernig þau sjá þróuna fyrir sér á næstu árum og áratugum.

Fyrirtæki sem setja sér raunhæf en metnaðarfull langtímamarkmið um sjálfbærni, sem fléttuð eru saman við kjarnahæfni þeirra, geta haft mikil og góð áhrif á náttúruna og fólkið sem starfsemin snertir. Þetta gera þau án þess að fórna fjárhagslegum markmiðum sínum.

Fyrirtæki verða raunar að setja sér markmið um sjálfbærni til að tryggja fjárhagslegan ávinning til framtíðar.

Skráðu þig á Janúarráðstefnu Festu sem fer fram í Hörpu 25. janúar:

Almennt gjald er kr. 21.900.-

Kaupa miða – almennt gjald

 

Starfsmenn aðildarfélaga í Festu greiða kr. 14.900.-

Kaupa miða – félagagjald

Comments are closed.