• Nýr Loftslagsmælir Festu

    Ný útgáfa af Loftslagsmæli Festu hefur verið gefin út. Loftslagsmælir Festu er reiknivél sem auðveldar rekstraraðilum, bæði fyrirtækjum, og stofnunum að meta losun sína á gróðurhúsalofttegundum. Sérfræðingahópur Festu fylgist með nýjungum og uppfærir Loftslagsmælinn reglulega. Markmið Festu með Loftslagsmælinum er að þróa faglegt mælitæki sem öll íslensk fyrirtæki, stofnanir og sveitafélög geta sammælst um að […]

    Lesa áfram
  • Þýðing á GRI

    Festa hefur fengið Staðlaráð til að þýða GRI Index, eða GRI efnisvísir, fyrir þau fyrirtæki sem gera samfélagsskýrslur sínar útfrá GRI eða hafa hug á því í nánustu framtíð.  Mikilvægt er að tungumál í kringum skýrslugerð og mælingar sé samræmt á íslenskri tungu. GRI Index/GRI efnisvísirinn er bæði fáanlegur í pdf og excel útgáfum og […]

    Lesa áfram
  • Loftslagsfundur Festu og Reykjavíkurborgar

    Árlegur loftslagsfundur Festu og Reykjavíkurborgar fer fram í Kaldalóni þann 29. nóvember, kl. 08.30-12.00. Að þessu sinni verður áherslan á nýsköpun í loftslagsmálum — með sérstakri áherslu á Heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna. Yfirskrift fundarins er ,,Hugsum lengra — nýsköpun í loftslagsmálum“. Eftir fræðandi erindi framsögumanna verður fundurinn færður á samtalstorg þar sem fyrirtæki verða með stuttar […]

    Lesa áfram
  • Loftslagsviðurkenning 2018

    Óskað er eftir tilnefningum frá fyrirtækjum, félagasamtökum, stofnunum og einstaklingum vegna loftslagsviðurkenninga Festu og Reykjavíkurborgar. Tilnefningar verða að berast fyrir 25. nóvember. Markmið viðurkenninganna er að vekja athygli á því sem vel er gert í loftslagsmálum og vera hvatning til annarra. Á hinum árlega loftslagsfundi Reykjavíkurborgar og Festu sem fram fer í Kaldalóni í Hörpu […]

    Lesa áfram
  • Félagslegt fótspor ferðaþjónustunnar

    Um 400 manns frá öllum hornum ferðaþjónustunnar mættu á Ferðaþjónustudag SAF í Hörpu í gær. Samfélagsábyrgð ferðaþjónustufyrirtækja var í brennidepli á ráðstefnunni en yfirskrift hennar að þessu sinni var „Fótspor ferðaþjónustunnar.“ Á ráðstefnunni voru fjöldamörg áhugaverð erindi, t.a.m um efnahagsleg- og umhverfisáhrif ferðaþjónustu á Íslandi en framkvæmdarstjóri Festu, Ketill Berg Magnússon, hélt erindi þar sem […]

    Lesa áfram
  • Óskað eftir tilnefningum til Kuðungsins 2017

    Úthlutunarnefnd á vegum umhverfis- og auðlindaráðuneytisins óskar eftir tilnefningum um fyrirtæki eða stofnanir, sem vegna verka sinna og athafna á síðasta ári, er þess verðugt að hljóta Kuðunginn fyrir árið 2017. Kuðungurinn verður afhentur á Degi umhverfisins 25. apríl. Óskað er eftir því að stutt greinargerð fylgi með tilnefningunum. Fyrirtæki og stofnanir geta hvort heldur […]

    Lesa áfram
  • Við viljum sjá verkin tala – viðtal við framkvæmdarstjóra Festu

    Viðtal við Ketil Berg Magnússon, framkvæmdarstjóra Festu, sem birtist fyrst í sérblaði Fréttablaðsins um samfélagsábyrgð 7. mars 2018. „Samfélagsleg ábyrgð fyrirtækja snýst um að þau axli ábyrgð á öllum sínum ákvörðunum og athöfnum sem hafa áhrif á umhverfi og samfélag,“ útskýrir Ketill Berg Magnússon, framkvæmdastjóri Festu – miðstöðvar um samfélagsábyrgð. Ketill segir hugtökin samfélagslega ábyrgð […]

    Lesa áfram
  • Ísland bezt í heimi?

    Grein eftir Freyju Steingrímsdóttur, verkefnastjóra Festu, birtist fyrst í sérblaði Fréttablaðsins um samfélagsábyrgð 7. mars 2018. Á Íslandi eru nær 20.000 fyrirtæki (SA 2017). Flest þeirra eru af miðlungsstærð eða smærri en t.d. borga fyrirtæki með 9 starfsmenn eða færri yfir 37.000 íslendingum laun upp á meira en 140 milljarða. Þrátt fyrir að flestir íslendingar […]

    Lesa áfram
  • Grænþvottur

    Grein eftir Ketil Berg Magnússon, framkvæmdarstjóra Festu, birtist fyrst í sérblaði Fréttablaðsins um samfélagsábyrgð 7. mars 2018. Grænþvottur kallast það þegar fyrirtæki beitir blekkingum í markaðs- eða kynningarstarfi sínu til þess að sýnast vera umhverfisvænni eða samfélagslega ábyrgari en það raunverulega er. Stundum vakna grunsemdir um að þetta eða hitt fyrirtækið sé eingöngu að fegra […]

    Lesa áfram
  • Hver er þín ábyrgð?

    Grein eftir Freyju Steingrímsdóttur, verkefnastjóra Festu, birtist fyrst í sérblaði Fréttablaðsins um samfélagsábyrgð 7. mars 2018 Fyrirtæki huga í auknum mæli að samfélagsábyrgð og sjálfbærni í áætlanagerð og stefnumótun en þó eiga mörg fyrirtæki bæði hérlendis og úti í hinum stóra heimi langt í land. Þótt mörg fyrirtæki reyni að skapa aukinn ávinning fyrir samfélag […]

    Lesa áfram