Loftslagsfundur Festu og Reykjavíkurborgar

Árlegur loftslagsfundur Festu og Reykjavíkurborgar fer fram í Kaldalóni þann 29. nóvember, kl. 08.30-12.00. Að þessu sinni verður áherslan á nýsköpun í loftslagsmálum — með sérstakri áherslu á Heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna. Yfirskrift fundarins er ,,Hugsum lengra — nýsköpun í loftslagsmálum“.

Eftir fræðandi erindi framsögumanna verður fundurinn færður á samtalstorg þar sem fyrirtæki verða með stuttar kynningar á loftslagsverkefnum sínum— sem og þjónustuaðilar og félagasamtök kynna nýjungar sínar og áherslur.

Dagskrá:

08.30 Guðmundur Ingi Guðbrandsson, umhverfis-og auðlindaráðherra 
— ávarp ráðherra

08.40 Dagur B. Eggertsson, borgarstjóri
— ávarp borgarstjóra

08.50 Hrönn Ingólfsdóttir, formaður stjórnar Festu
— Mikilvægi nýsköpunar fyrir aðgerðir í loftslagsmálum

09.00 Halldór Þorgeirsson, form. Loftslagsráðs 
— Loftslagsmál og Heimsmarkmiðin

09.15 Hjalti Þór Vignisson, frkvstj. sölu og þróunar hjá Skinney-Þinganes
— Róið á repju

09.30 Handhafar loftslagsviðurkenninga 2017

09.45 Líf Magneudóttir, formaður Umhverfis- og heilbrigðisráðs Reykjavíkurborgar afhendir loftslagsviðurkenningar 2018

10.00 – 12.00 Markaðs- og samtalstorg

Skráðu þig hér

Comments are closed.