Loftslagsviðurkenning 2018

Óskað er eftir tilnefningum frá fyrirtækjum, félagasamtökum, stofnunum og einstaklingum vegna loftslagsviðurkenninga Festu og Reykjavíkurborgar. Tilnefningar verða að berast fyrir 25. nóvember. Markmið viðurkenninganna er að vekja athygli á því sem vel er gert í loftslagsmálum og vera hvatning til annarra.
Á hinum árlega loftslagsfundi Reykjavíkurborgar og Festu sem fram fer í Kaldalóni í Hörpu 29. nóvember kl. 08.30-12.00, verða veittar viðurkenningar vegna loftslagsmála.Yfirskrift Loftslagsfundar í ár er nýsköpun og er tengt við heimsmarkmiði Sameinuðu Þjóðanna nr. 9 sem er nýsköpun og uppbygging.

Hægt er að senda inn tilnefningar með fyrirsögninni „Loftslagsviðurkenning 2018“ á [email protected] 

Leitað er eftir tilnefningum frá fyrirtækjum, félagasamtökum, stofnunum og einstaklingum vegna loftslagsviðurkenninga. Markmið viðurkenninganna er að:

  • Hvetja til minni losunar gróðurhúsalofttegunda
  • Vekja athygli á því sem vel er gert í loftslagsmálum
  • Hvetja til nýjunga og nýrra lausna í loftslagsmálum
  • Styðja við Loftslagsyfirlýsingu Festu og Reykjavíkurborgar

Dómnefndin byggir val sitt á árangri og aðgerðum sem fyrirtæki, félagasamtök, stofnanir eða einstaklingar hafa gripið til í þeim tilgangi að upplýsa og fræða um loftslagsmál, draga úr losun gróðurhúsalofttegunda og setja fram nýjar lausnir í loftslagsmálum. Hér er gátlisti vegna tilnefninga.

Markmið viðurkenninganna er að vekja athygli á því sem vel er gert í loftslagsmálum og vera hvatning til annarra. Í fyrra var horft m.a. til þess árangurs sem náðst hafði við að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda. Einnig var litið til þess hvað aðgerða hafði verið gripið til í þeim tilgangi að upplýsa og fræða um loftslagsmál og að setja fram nýjar lausnir til að draga úr losun. Sjá frétt frá síðasta ári.

Staðsetning

  • Kaldalón í Harpa
  • Austurbakka 2

Fyrir hverja

  • Aðilar að loftslagsyfirlýsingu Festu og Reykjavíkurborgar
  • Allir velkomnir

Hafa samband

[email protected]

Comments are closed.