Fræðsla um loftslagsmarkmið

Festa skipuleggur fræðslu um loftslagsmarkmið

Fyrirtæki geta tekið þátt í fræðsludagskrá um loftslagsmál á árinu 2016

Fræðslan miðar að því að auðvelda fyrirtækjunum að setja sér markmið um minni losun gróðurhúsalofttegunda og minni sorpmyndum í rekstri. Fræðslan er í samstarfi við Reykjavíkurborg og fer fram með þrennum hætti.

Hugmyndafundir
Mánaðarlegir fundir þar sem ábyrgðaraðilar loftslagsmála í hverju fyrirtæki koma saman, deila þekkingu og læra. Hagnýtir fundir sem styðja framkvæmdina í hverju fyrirtæki. Fyrirtæki skiptast á að bjóða heim. Fyrsti fundurinn var hjá ÁTVR þar sem skoðað var hvernig fyrirtækið hefur mælt og birt upplýsingar um losun sína undanfarin ár.

02.12.15 – ÁTVR
19.01.16 – Reykjavíkurborg
24.02.16 – ?
08.03.16 – Efla – verkfræðistofa
14.04.16 – ?
24.05.16 – ?
14.06.16 – ?

 

Vinnustofur
Í boði verða tvær hálfsdags vinnustofur þar sem þátttakendur verða virkjaðir með hagnýtum framsögum, verkefnum og þátttöku.  Þátttakendur öðlast þannig þekkingu, leikni og hæfni til að setja markmið um minni losun gróðurhúsalofttegunda og minna sorp hjá sínum fyrirtæki:

12.01.16 Grunnatriði um loftslagsmál
– Yfirlit yfir málefnið
– Tæki og tól sem nota má (Grænu skrefin, GRI)
– Hvernig sækja má upplýsingar
– Dæmi frá fyrirtækjum
19.04.16 – Aðgerðaáætlanir
– Að meta nýverandi stöðu
– Gerð gloppugreininga
– Aðgerðaáætlun

 

Málþing
Skipulögð verða þrjú stutt málþing þar sem sérfræðingar ræða loftslagsmál og deila nýjustu þekkingu á þessu sviði.

18.02.16 – Staðan í loftslagsmálum
– Fræðilegt og hagnýtt yfirlit
– Hagnýtar upplýsingar frá Parísarráðstefnunni
– Íslensk dæmi
11.05.16 – Tæki og tól
– Aðferðir sem nýtast geta
– Dæmisögur, erlendar og innlendar
07.09.16 – Markmiðin kynnt
– Fyrirtæki kynna loftslagsmarkmið sín
– Umræður um næstu skref
Umsjón og fagráð
Ketill Berg Magnússon, framkvæmdastjóri Festu, hefur umsjón með verkefninu. Auk hans eru í fagráði verkefnisins,
Hrönn Hrafnsdóttir, verkefnastjóri Grænna skrefa hjá Reykjavíkurborg og
Þórhildur Ósk Halldórsdóttir, deildarstjóri tölfræði og greiningar hjá Reykjavíkurborg
Verkaskipting
Verkefnastjóri heldur utan um verkefnið og sér um framkvæmd á verkefninu og samskipti við þátttakendur.
Fagráð hjálpar til við að skipuleggja fræðsluna og fá til þess sérfræðinga.
Hvert fyrirtæki ber ábyrgð á markmiðum og verkefnum sínum.
Stuðningur og samstarf
Að verkefninu koma sérfræðingar frá Reykjavíkurborg og stjórn Festu eins og þörf er á.
Samstarf verður við marga fagaðila. Leitast verður við að fá þátttakendur í verkefninu til að halda fundi og segja frá verkefninu.
Verð
Verð á mann fyrir félaga í Festu er kr. 69.000
Verð á mann fyrir þá sem ekki eru í Festu er kr. 139.000
Innifalið
Samtals 12 fræðsluviðburðir:
– 2 vinnustofur
– 3 Málþing
– 7 hugmyndafundir
– Veitingar á viðburðum
– Þátttaka í tengslaneti fyrirtækja sem vilja móta vönduð markmið um loftslagsmál og losun úrgangs.

 

Nánar um loftslagsyfirlýsingu 103 fyrirtækja ásamt Reykjavíkurborg og Festu:

Frétt um Reykjavíkuryfirlýsinguna: https://old.samfelagsabyrgd.is/frettir/fjoldi-fyrirtaekja-skrifar-undir-loftslagsyfirlysingu

 

Comments(3)

  1. IMI says

    dfgdgfdgfgfg

    • IMI says

      Curabitur nec nulla lectus, non hendrerit lorem. Quisque lorem risus, porttitor eget fringilla non, vehicula sed tortor.

  2. IMI says

    Curabitur nec nulla lectus, non hendrerit lorem. Quisque lorem risus, porttitor eget fringilla non, vehicula sed tortor. Proin enim quam, vulputate at lobortis quis, condimentum at justo. Phasellus nec nisi justo. Ut luctus sagittis nulla at dapibus. Aliquam ullamcorper commodo elit, quis ornare eros consectetur a.

Comments are now closed for this article.