Georg Kell aðalræðumaður á Janúarráðstefnu Festu

Festa kynnir með stolti að aðalræðumaðurinn á Janúarráðstefnu Festu þann 26. janúar verður Georg Kell. Hann hefur áratuga reynslu af samfélagsábyrgð fyrirtækja um allan heim, meðal annars sem fyrrum framkvæmdastjóri Global Compact sáttmála Sameinuðu þjóðanna um samfélagsábyrgð.

Árið 2015 tók Georg Kell til starfa sem varaformaður stjórnar Arabesque Partners, fjárfestingafélagi sem sérhæfir sig í upplýsingagjöf um samfélagsábyrgð fyrirtækja. Fyrirtækið hefur þróað aðferðir við að greina rekstur fyrirtækja út frá samfélagsábyrgð þeirra (umhverfis-, samfélags- og stjórnarháttarþáttum) til viðbótar við hefðbundin fjárhagsleg viðmið.

Arabesque Partners ásamt Oxford háskóla gaf árið 2014 út áhugaverða skýrslu sem ber heitið From the stockholder to the stakeholder – how sustainability can drive financial outperformance.

Global Compact sáttmáli sameinuðu þjóðanna er eitt árhifaríkasta verkefni um samfélagsábyrgð fyrirtækja í heiminum. Verkefnið var sett á laggirnar þegar Kofi Annan var aðalritari sameinuðu þjóðanna og hafa þúsundir fyrirtækja um allan heim undirritað sáttmálann. Þar á meðal nokkur íslensk fyrirtæki.

Hér má sjá dagskrá ráðstefnunnar.
Skráning á Janúarráðstefnuna

 

Comments are closed.