Framfarir í loftslagsmálum kalla á samvinnu yfirvalda, félagasamtaka og fyrirtækja

Árlegur loftslagsfundur Festu og Reykjavíkur var haldinn í Hörpu í dag, 8. desember.

Nýr umhverfisráðherra, Guðmundur Ingi Guðbrandsson, hóf fundinn með ávarpi og nýtti hann tækifærið til þess að hvetja til samvinnu yfirvalda, félagasamtaka og fyrirtækja auk þess að fjalla sérstaklega um metnaðarfull loftslagsmarkmið nýrrar ríkisstjórnar um að ná kolefnishlutleysi fyrir 2040; „Til að ná þessum metnaðarfullu markmiðum verðum við að byrja hér. Ég er að benda á hjartað mitt,” sagði hann í kjölfarið.

Dagur B. Eggertsson borgarstjóri fór yfir það sem Reykjavíkurborg er að gera í loftslagsmálum og fjallaði sérstaklega um þéttingu byggðar og áform um hágæða samgöngukerfi sem nefnt hefur verið borgarlínan.

Fanney Karlsdóttir, formaður Festu fór auk þess yfir loftslagsverkefni Reykjavíkurborgar og Festu og fjallaði um markmiðasetningu fyrirtækja þegar kemur að loftslagsmálum; „Það er mikilvægt að fyrirtæki setji sér markmið í loftslagsmálum og mæli þá eins og aðra mikilvæga þætti í rekstri fyrirtækja. Rannsókn Festu og Reykjavíkurborgar meðal þátttakenda í loftslagsverkefninu sýndi 98% svarenda telja að loftslagsaðgerðir skapi virði fyrir bæði fyrirtæki og samfélag.”

Sérstök hvatningarverðlaun voru veitt á fundinum en þau hlutu fyrirtækin Isavia, HB Grandi og Loftslag.is.

Fundinum var streymt beint á Facebook síðu Reykjavíkurborgar.

Dagskrá fundarins og erindi má finna hér að neðan:

8.30 Ávarp ráðherra, Guðmundur Ingi Guðbrandsson, umhverfis- og auðlindaráðherra
8.40 Loftslagsmál og Reykjavík – Dagur B. Eggertsson, borgarstjóri
9.00 Loftslagsmarkmið fyrirtækja – Fanney Karlsdóttir, formaður Festu
9.15 Efst á baugi í loftslagsmálum á COP23 – Ólöf Örvarsdóttir, sviðsstjóri hjá Reykjavíkurborg
9.30 Skuldbindingar Íslands í loftslagsmálum – Stefán Einarsson, sérfræðingur umhverfisráðuneytinu
9.40 Klappir bjóða veflausn um loftslagsmál – Jón Ágúst Þorsteinsson, Klappir grænar lausnir
9:50: Hvatningarverðlaunaafhending
10-12 Samræðutorg um loftslagsmál – örfyrirlestrar og kynningar fyrirtækja og félagasamtaka

I. Örfyrirlestrar

Rými A Rými B Rými C
Klappir Isavia Circular Solutions
Vistbyggðaráð Skógræktin Landsvirkjun
Podium Landsnet Endurheimt votlendis
Landvernd Kolviður Efla
Landbúnaðarhákskólinn Mannvit Verkís kynning Festa

 

II Kynningarbásar frá fyrirtækjum og þjónustuaðilum

Klappir
Festa
Ígildi
Circular Solutions
Nastaq
Náttúruverndarsamtök Íslands
Landsvernd
Efla
Fuglavernd
Reykjavíkurborg

Comments are closed.