• Loftslagsviðurkenning 2018

    Óskað er eftir tilnefningum frá fyrirtækjum, félagasamtökum, stofnunum og einstaklingum vegna loftslagsviðurkenninga Festu og Reykjavíkurborgar. Tilnefningar verða að berast fyrir 25. nóvember. Markmið viðurkenninganna er að vekja athygli á því sem vel er gert í loftslagsmálum og vera hvatning til annarra. Á hinum árlega loftslagsfundi Reykjavíkurborgar og Festu sem fram fer í Kaldalóni í Hörpu […]

    Lesa áfram
  • Hvatningarverðlaun jafnréttismála

    — óskað er eftir tilnefningum Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytið, Samtök atvinnulífsins,  Festa – miðstöð um samfélagsábyrgð og Háskóli Íslands óska eftir tilnefningum til Hvatningarverðlauna jafnréttismála 2018 sem verða afhent þann 19. nóvember næstkomandi. Sérstakur samstarfsaðili verðlaunanna er UN Women á Íslandi. Verðlaunin afhendir Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir, ráðherra ferðamála, iðnaðar- og nýsköpunar. Hvatningarverðlaunum jafnréttismála er ætlað að vekja jákvæða […]

    Lesa áfram
  • Íslenska er góður bísness

    Góð málstefna er svo sannarlega hluti af samfélagslegri ábyrgð fyrirtækja. Þess vegna erum við stolt af samstarfi okkar við Viðskiptaráð Íslands og Stofnun Árna Magnússonar í íslenskum fræðum um hvatningarverðlaun viðskiptalífsins. Samstarfið felst í því að verðlauna fyrirtæki sem skarar fram úr og notar íslensku á skemmtilegan hátt. Hvaða fyrirtæki nýtir íslensku á vandaðan, frumlegan, […]

    Lesa áfram
  • Mannabreytingar hjá Festu

    Skúli Valberg, sem nýverið tók við sem framkvæmdastjóri Festu hefur sagt starfi sínu lausu vegna heilsubrests. Stjórn Festu þakkar Skúla fyrir stutt en góð kynni og óskar honum velfarnaðar. Á sama tíma býður Festa, Erlu Tryggvadóttur velkomna í starf verkefnastjóra fyrir miðlun og viðburði. Hún mun efla miðlunarstarf Festu og halda utan um þá fjölmörgu viðburði […]

    Lesa áfram
  • Festa leitar að liprum verkefnastjóra

    Festa leitar að liprum, sjálfstæðum verkefnisstjóra sem er með hverskyns miðlun í fingurgómunum og getur lagst á árarnar í hálfu starfi sem fyrst. Fáir málaflokkar ef nokkrir eru jafn ofarlega á baugi í heiminum en sjálfbærni og samfélagsábyrgð viðskiptalífsins, svo hér er um algjört draumatækifæri að ræða. Hér má sjá auglýsingu um téð starf.

    Lesa áfram
  • Skúli Valberg nýr framkvæmdastjóri Festu

    Skúli Valberg Ólafsson, hefur verið ráðinn framkvæmdastjóri Festu – miðstöðvar um samfélagsábyrgð.  Hann hefur störf í september. Skúli er rekstrarhagfræðingur MBA frá Háskólanum í Reykjavík og iðnaðar- og kerfisverkfræðingur frá University of Florida. Hann er með yfir 25 ára stjórnunarreynslu úr viðskiptalífinu og hefur setið í stjórnum fjölmargra fyrirtækja. Hann tók þátt í framgangi upplýsingatæknigeirans […]

    Lesa áfram
  • Festa auglýsir eftir framkvæmdastjóra

    Festa – miðstöð um samfélagsábyrgð óskar eftir að ráða framkvæmdastjóra til starfa. Leitað er að kraftmiklum einstaklingi sem brennur fyrir samfélagsábyrgð. Framkvæmdastjóri er málsvari samtakanna og ber ábyrgð á daglegum rekstri og stjórnun. Eins og fram hefur komið mun núverandi framkvæmdstjóri Festu, Ketill Berg Magnússon, látið vita að hann vilji breyta til í haust svo […]

    Lesa áfram
  • Viðurkenning fyrir samfélagsskýrslu árins veitt í fyrsta sinn

    Viðurkenning fyrir samfélagsskýrslu ársins er nú veitt í fyrsta skipti. Með viðurkenningunni vilja Festa – miðstöð um samfélagsábyrgð, Stjórnvísi og Viðskiptaráð Íslands hvetja fyrirtæki til að setja sér mælanleg markmið og birta reglulega opinberlega, með vönduðum hætti, upplýsingar um hvernig samfélagsábyrgð og sjálfbærni í rekstri fyrirtækja skilar þeim og samfélaginu auknum ávinningi. Niðurstaða dómnefndar er […]

    Lesa áfram
  • Ketill hættir í haust

      Ketill Berg Magnússon, framkvæmdastjóri Festu, miðstöðvar um samfélagsábyrgð hefur ákveðið að láta af störfum fyrir félagið í haust. Leit að eftirmanni Ketils mun hefjast innan tíðar en hann mun sinna starfinu á meðan og aðstoða við að koma nýjum einstaklingi inn í starfið. Ketill hefur gegnt starfi framkvæmdastjóra síðastliðin fimm ár með góðum árangri. […]

    Lesa áfram
  • Samfélagsskýrsla ársins – tilnefningar óskast

    Samfélagsskýrsla ársins   Festa, Stjórnvísi og Viðskiptaráð auglýsa eftir tillögum að fyrirtæki eða stofnun sem hlýtur viðurkenningu fyrir samfélagsskýrslu ársins 2018. Viðurkenningu fyrir samfélagsskýrslu ársins hlýtur fyrirtæki eða stofnun sem birtir upplýsingar um samfélagsábyrgð sína með markvissum, vönduðum og nútímalegum hætti í skýrslum sem geta verið í formi vefsíðna, rafrænna skjala eða með annarri framsetningu […]

    Lesa áfram